Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. október 2025 17:01 Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Jafnréttismál Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun