Lífið

Trú­lofuðu sig í lax­veiði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sigurður og Inga Lind sumarleg og sæt.
Sigurður og Inga Lind sumarleg og sæt.

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og einn eigandi Skot Productions, og Sigurður Viðarsson, framkvæmdastjóri Aparta á Íslandi, eru trúlofuð eftir rúmlega árs samband.

Greint var frá trúlofun parsins í nýjasta þætti hlaðvarpsins Komið gott sem er í umsjón Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur og fjallaði Smartland síðan um trúlofunina. 

Fyrir rúmu ári síðan var fjallað um það að Inga og Sigurður væru byrjuð að stinga saman nefjum eftir að hafa þekkst all ævi, verið saman í grunnskóla og tilheyrt sama vinahópnum sem ólst upp í Garðabæ. 

Inga og Sigurður eru miklir golfarar og laxveiðfólk en það var í veiðiferð við Húseyjarhvísl í Skagafirði í sumar sem Sigurður bað Ingu og hún sagði já. Í Komið gott kom fram að parið væri að skipuleggja brúðkaup sem yrði líklega án hliðstæðu.

Fréttastofa heyrði hljóðið í Ingu Lind sem vildi lítið tjá sig um málið en staðfesti þó trúlofunarfregnirnar. Hún sagði skipulag brúðkaups þó stutt á veg komið.

Ingu Lind þarf vart að kynna, hún hefur um árabil verið ein þekktasta fjölmiðlakona landsins. Þessa dagana fer hún mikinn í framleiðslu fyrir fyrirtæki sitt Skot Productions, meðal annars við skemmtiþætti í Ríkisútvarpinu.

Sigurður Viðarsson var aðstoðarforstjóri Kviku þar til síðasta sumar og var þar áður forstjóri tryggingafélagsins TM. Hann er í dag framkvæmdastjóri Aparta á Íslandi sem hét áður HILI.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.