Lífið

Á­fall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Mæðgurnar Kimora Lee Simmons og Aoki Lee Simmons eru góðar vinkonur en Aoki deitaði stuttlega 44 árum eldri mann sem móðir hennar studdi ekki.
Mæðgurnar Kimora Lee Simmons og Aoki Lee Simmons eru góðar vinkonur en Aoki deitaði stuttlega 44 árum eldri mann sem móðir hennar studdi ekki. Vivien Killilea/Getty Images for Teen Vogue

Fyrrum fyrirsætan, sjónvarpskonan, tískugúrúinn og athafnakonan Kimora Lee Simmons fékk vægt taugaáfall þegar hún komst að því að 23 ára dóttir hennar væri farin að slá sér upp með 44 árum eldri karlmanni.

Simmons ræddi þetta opinskátt í hlaðvarpinu Not skinny but not fat á dögunum. 

Hún og fyrrum eiginmaður hennar Russell Simmons eiga saman dótturina Aoki Lee Simmons en Aoki átti í stuttu ástarsambandi við veitingastaðaeigandann Vittorio Assaf í fyrra. Assaf er 67 ára gamall og aldursmunurinn hressilegur. 

Þessi áhyggjufulla móðir segist hafa komist að sambandinu í gegnum fjölmiðla á sama tíma og margir aðrir. 

„Ég komst að þessu þegar heimurinn komst að þessu. Þannig það var rosalega sjokkerandi. 

Og þar sem ég hef farið í gegnum örlítið svipaðar aðstæður, verið með mikið eldri manni en samt alls ekki á þessu kaliberi, þá get ég sagt að mér finnst þetta svolítið predator-legt,“ sagði Kimora Lee Simmons hreint út. 

Glæsilegar mæðgur árið 2023.Vivien Killilea/Getty Images for Teen Vogue

Hún segist guðslifandi fegin að sambandið hafi staðið yfir í „einungis augnablik“ en segir sömuleiðis mikilvægt að börn hennar fái að gera sín eigin mistök án þess að hún eða umheimurinn stýri þeim. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.