Lífið

Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin

Jón Ísak Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Söngleikjakórinn Viðlag fjallar um hinn íslenska jólaraunveruleika á tónleikunum.
Söngleikjakórinn Viðlag fjallar um hinn íslenska jólaraunveruleika á tónleikunum. Sýn

Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin.

Kórmeðlimir söngleikakórsins sömdu textana meira og minna sjálfir, sem verða svo fluttir við þekkt söngleikjalög og teiknimyndalög sem flestir þekkja.

Inga Auðbjörg K. Straumland, textahöfundur og formaður Viðlags, segir að undirbúningur fyrir slíka tónleika hefjist snemma.

„Já þetta er náttúrulega heljarinnar mikil vinna, þannig að við erum farin að semja texta þegar öll önnur eru komin úr jólafílíng, þá byrjum við að undirbúa okkur.“

Axel Ingi Árnason kórstjóri segir að lögin séu sum eins og þau hafi verið samin sem jólalög, þau passi svo vel við textana.

„Við erum að taka söngleikjalög, teiknimyndalög sem margir þekkja, og erum að búa til íslenska jólatexta við það. Það er líka aukinn leikur, fólk hugsar, já ég kannast við þetta lag.“

„En við erum að fjalla um alls konar hluti sem tengjast íslenska jólaraunveruleikanum,“ segir Axel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.