Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2025 16:43 Nýtt fréttastef fréttastofu Rúv var kynnt á dögunum. Sitt sýnist hverjum um hversu gott stefið er en mönnum þykir verra að ríkisstofnunin hafi leitað til hollenskra aðila varðandi gerð stefsins. skjáskot Fréttastofa Ríkisútvarpsins kynnti nýverið með stolti nýtt fréttastef. Viðbrögðin hafa verið blendin en það var fyrst að brúnin á mönnum fór að síga þegar spurðist að stefið væri ættað úr erlendri „djingla-verksmiðju“. Hljóðheimurinn er unninn af hollenska fyrirtækinu Pure Jingles sem sérhæfir sig á þessu sviði. Á Facebook-síðunni „Hljóðnördar án landamæra“ eru ýmsir íslenskir tónlistarmenn til að tjá sig um þetta framtak. „Ah, erlent og fínt!“ segir Karl Olgeirsson tónlistarmaður. Og bætir því við að þetta sé ein jörð og eitt markaðssvæði. Einar Bárðarson markaðsmaður bætir því við að Rúv hafi greinilega pantað eitthvað sem „sounds like BBC – en fínt stef.“ Og Golli McLandish tónlistar- og hljóðmaður segist að eiginlega sé ekki hægt að tala um „stef“ í þessu sambandi. Burtséð frá því hvort stefið sé gott eður ei má spyrja hvort Ríkisútvarpið hafi einhverjar skyldur gagnvart innlendri framleiðslu á þessu sviði? Þó það megi heita á gráu svæði gætu einkareknir fjölmiðlar á borð við Sýn eða Símann ef til vill leitað á erlend mið með svona nokkuð en Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum. En þau þar á bæ kusu að leita út fyrir landsteina. Í lögum um Ríkisútvarpið er ekki kveðið á um þetta með afdráttarlausum hætti en andi laganna er þó augljóslega sá: I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Birgir Tryggvason hljóðmaður, sem titlar sig fjölrásahljóðbendil í símaskrá, hefur hljóðblandað ógrynni sjónvarpsþátta er er um þessar mundir að vinna við gerð Skaupsins. Biggi hefur auk þess samið og framleitt flest fréttastef síðustu áratugina bæði fyrir RÚV og Sýn. Hann á meðal annars stefið sem Sýn notar í sjónvarpsfréttum nú um stundir og Stöð 2 árin á undan. Hvað sýnist honum um þetta? „Það er þröngur hópur sem í raun er í þessum verkum í hjáverkum. Ég hef verið heppinn síðan ég gerði þetta fyrst 1999, fyrir Rúv, og tekið var í gagnið 2000 og svo Stöð 2 skömmu síðar. Jú, það hefði verið skemmtilegra að afhenda prikið einhverjum ungum og upprennandi héðan. En til þess ber að líta að við höfum flestir okkar samið stefstúfa fyrir erlenda aðila.“ En það hafa þá varla verið ríkisfyrirtæki? „Nei ég hef reyndar ekki komið nálægt erlendum ríkisfyrirtækjum. En þetta er fínt stöff hjá Hollendingunum.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Tækni Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Hljóðheimurinn er unninn af hollenska fyrirtækinu Pure Jingles sem sérhæfir sig á þessu sviði. Á Facebook-síðunni „Hljóðnördar án landamæra“ eru ýmsir íslenskir tónlistarmenn til að tjá sig um þetta framtak. „Ah, erlent og fínt!“ segir Karl Olgeirsson tónlistarmaður. Og bætir því við að þetta sé ein jörð og eitt markaðssvæði. Einar Bárðarson markaðsmaður bætir því við að Rúv hafi greinilega pantað eitthvað sem „sounds like BBC – en fínt stef.“ Og Golli McLandish tónlistar- og hljóðmaður segist að eiginlega sé ekki hægt að tala um „stef“ í þessu sambandi. Burtséð frá því hvort stefið sé gott eður ei má spyrja hvort Ríkisútvarpið hafi einhverjar skyldur gagnvart innlendri framleiðslu á þessu sviði? Þó það megi heita á gráu svæði gætu einkareknir fjölmiðlar á borð við Sýn eða Símann ef til vill leitað á erlend mið með svona nokkuð en Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum. En þau þar á bæ kusu að leita út fyrir landsteina. Í lögum um Ríkisútvarpið er ekki kveðið á um þetta með afdráttarlausum hætti en andi laganna er þó augljóslega sá: I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Birgir Tryggvason hljóðmaður, sem titlar sig fjölrásahljóðbendil í símaskrá, hefur hljóðblandað ógrynni sjónvarpsþátta er er um þessar mundir að vinna við gerð Skaupsins. Biggi hefur auk þess samið og framleitt flest fréttastef síðustu áratugina bæði fyrir RÚV og Sýn. Hann á meðal annars stefið sem Sýn notar í sjónvarpsfréttum nú um stundir og Stöð 2 árin á undan. Hvað sýnist honum um þetta? „Það er þröngur hópur sem í raun er í þessum verkum í hjáverkum. Ég hef verið heppinn síðan ég gerði þetta fyrst 1999, fyrir Rúv, og tekið var í gagnið 2000 og svo Stöð 2 skömmu síðar. Jú, það hefði verið skemmtilegra að afhenda prikið einhverjum ungum og upprennandi héðan. En til þess ber að líta að við höfum flestir okkar samið stefstúfa fyrir erlenda aðila.“ En það hafa þá varla verið ríkisfyrirtæki? „Nei ég hef reyndar ekki komið nálægt erlendum ríkisfyrirtækjum. En þetta er fínt stöff hjá Hollendingunum.“
I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Tækni Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“