Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 23:40 Trump og Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið í vikunni. Getty Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira