Erlent

Flogið á ný í München eftir mögu­legt drónaflug

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Flugumferð um flugvöllin var stöðvuð.
Flugumferð um flugvöllin var stöðvuð. ap

Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu.

Flugvellinum í München var fyrst lokað á fimmtudagskvöld þegar starfsmenn vallarins urðu varir við drónaumferð í nágrenni hans. Lokunin hafði áhrif á um þrjú þúsund farþega flugvallarins en sautján flug voru kyrrsett.

Starfsmenn flugvallarins urðu aftur varir við drónaumferð í gærkvöldi og neyddust að loka flugvellinum aftur á einum sólarhring. Öll flugumferð var stöðvuð klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma sem hafði áhrif á um 6500 farþega flugvallarins. 

Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu eða hver stjórnaði þeim. Þetta eru tvö tilfelli af ítrekuðu drónaflugi við flugvelli í Evrópu. Flest tilfellin hafa komið upp á flugvöllum Danmerkur, bæði á farþegaflugvöllum en einnig flugvöllum hersins. Þá hafa tvær tilkynningar um mögulega drónaumferð við Keflavíkurflugvöll borist lögreglu. Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í gær vegna aukinnar drónaumferðar. 

Sjá nánar: Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli

Sjá nánar: Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti

Í umfjöllun BBC segir að Belgar rannsökuðu tilkynningu um fimmtán dróna nálægt landamærum Belgíu og Þýskalands. Eftir að hafa séð drónana flugu þeir frá Belgíu til Þýskalands þar sem þýsk lögregluyfirvöld tóku við rannsókninni.

Flugumferð er hafin á ný á flugvellinum í München en búast má við töfum í dag vegna lokunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×