Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2025 15:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu á dögunu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira