Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 15:14 Finnska landhelgisgæslan stöðvaði för olíuflutningaskipsins Eagle S eftir að það sigldi inn í finnsku landhelgina um síðustu jól. Skipið er talið hafa skemmt fimm sæstrengi, þar á meðal rafstreng á milli Finnlands og Eistlands. Vísir/EPA Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar. Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar.
Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent