„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2025 14:36 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Hann notaði einnig tækifærið til að kenna Vesturlöndum um innrás Rússa í Úkraínu og jós lofi yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa lengi átt í góðu sambandi við Trump. Þó myndi það samband bíða hnekki ef Trump seldi Tomahawk-stýriflaugar til Úkraínu. Pútín sagði þó að ef Úkraínumenn fengju stýriflaugar frá Bandaríkjunum myndu Rússar aðalgast og læra að skjóta þær niður. Þeir hefðu gert það þegar kæmi að svokölluðum ATACMS eldflaugum og gætu það einnig með Tomahawk. Úkraínumenn hafa notað eigin stýriflaugar og sjálfsprengidróna til ítrekaðra árása á olíuvinnslur og aðra olíuframleiðsluinnviði í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Pútín sagði meðal annars að heimurinn væri þegar orðinn fjölpóla. Miklar og hraðar breytingar væru að eiga sér stað og ríki heims þyrftu að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Mikið væri í húfi. Hann sagði að ríki heims þyrftu að leita sér bandamanna í takt við hagsmuni þeirra. „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar.“ Mála skrattann á vegginn Pútín sagði að ráðamenn í Evrópu væru að nota Rússland til að mála skrattann á veginn heima fyrir og bað hann þá um að róa sig. Þá sagði Pútín að Rússar væru að fylgjast með „hervæðingu“ Evrópu og að Rússar myndu bregðast við. Pútín fullyrti að Rússland myndi aldrei ráðast á Evrópu, þar sem það færi gegn öryggishagsmunum landsins. Hann sagði einnig að mörg ríki, og þeirra á meðal ríki úr NATO, væru í stríði við Rússland og rússneski herinn hefði aðlagast því. Hann væri nú sá besti í heimi, samkvæmt frétt RIA. „Ef við erum í stríði við NATO í heild sinni, þurfum við að vera sjálfsöruggir og við erum það.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur einnig talað um að Rússar séu í stríði við Evrópu og það hefur Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns gert einnig. Hafa þeir vísað til þess að Evrópa hafi hunsað „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu, sem ráðamenn í Rússlandi nota til að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times. Sjá einnig: Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Pútín var spurður út í það að Frakkar hefðu stöðvað olíuflutningaskip undan ströndum landsins á dögunum en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur bendlað skipið við svokallaðan skuggaflota Rússlands. Þann flota nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Pútín fordæmdi atvikið og líkti því við sjórán. Þá gerði hann lítið úr ásökunum um að Rússar bæru ábyrgð á drónum sem hefðu sést á lofti víða yfir viðkvæmum stöðum í Danmörku og víðar og sagði það þvælu að Rússar kæmu að því. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Meðal annars eru þeir sakaðir um að koma sprengjum fyrir í fragtflugvélum. Í nýbirtum drögum að fjárlögum í Rússlandi kemur fram að fjárútlát til varnarmála þar munu dragast lítillega saman á næsta ári. Í frétt Reuters segir að útlit sé fyrir að þau verði um 38 prósent af öllum útgjöldum rússneska ríkisins, samanborið við 41 prósent í ár. Á næsta ári verði þau um sjö prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands, að minnsta kosti, en stór hluti útgjalda Rússlands til varnarmála er ríkisleyndarmál. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur hagvöxtur Rússlands verið keyrður áfram á hergagnaframleiðslu en það hefur valdið háum vöxtum og hefur hagvöxtur dregist mjög saman. Nú er til umræðu að hækka virðisaukaskatt um tvö prósentustig. Óljós staða í Úkraínu Forsetinn rússneski hélt því einnig fram í ræðu sinni að Rússar hefðu orðið fyrir mannfalli í Úkraínu en alls ekki jafn miklu og Úkraínumenn. Hann sagði að rússneskir hermenn sæktu fram af miklu öryggi, víðsvegar á víglínunni í Úkraínu. Hvort það er rétt hjá Pútín er nokkuð óljóst en það eru ummerki um að hægt hafi nokkuð á framsókn Rússa á undanförnum vikum en þau ummerki eru ekki skýr. Á undanförnum árum, frá því að Rússar byrjuðu að einbeita sér að austurhluta Úkraínu, hafa þeir sótt hægt og rólega fram. Sú framsókn hefur þó einkennst af kippum og mjög miklu mannfalli. Heilt yfir eru greiningaraðilar sammála um að Rússar hafi orðið fyrir mun meira mannfalli en Úkraínumenn. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur staðan á víglínunni orðið nokkuð óljós og gráa svæðið, ef svo má kalla það, hefur stækkað töluvert en það á við um svæði sem óljóst er hver stjórnar. Fregnir hafa einnig borist af því að víglínan sé orðin gloppótt og að Rússar séu í meiri mæli farnir að senda smáa hópa hermanna til að lauma sér í gegnum varnarlínu Úkraínumanna og taka sér upp stöðu handan hennar, þar sem þeir hafa jafnvel tekið sig upp flagga rússneska fánanum, þó þeir stjórni svæðinu í raun ekki almennilega. Þetta hefur flækt stöðuna og varnir Úkraínumanna enn frekar. Greiningarhópurinn Black Bird Group sagði á dögunum að Rússar hefðu lagt undir sig 398 ferkílómetra í Úkraínu í september. Annar hópur, sem kallast DeepState, sagði svæðið eingöngu 259 ferkílómetra. A different assessment from @Black_BirdGroup. 2/https://t.co/VHUbiizbw3— Rob Lee (@RALee85) October 2, 2025 Allt Evrópu að kenna Um innrásina í Úkraínu og áframhaldandi átök þar varpaði Pútín ábyrgðinni allri á ríki Evrópu. Ráðamenn í Evrópu væru sífellt að stigmagna átökin og þeir væru að fórna Úkraínumönnum til að reyna að koma höggi á Rússa. Þetta er algengur áróður Rússa hvað varðar stuðning Vesturlanda við Úkraínu og gengur út á að með því að styðja Úkraínumenn gegn Rússum sé verið að framlengja stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna. Eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Pútín sagðist glaður að Donald Trump, kollegi hans í Bandaríkjunum, væri að reyna að koma á friði. Hann sagðist sjá Úkraínustríðið öðrum augum en Trump en það væri eðlilegt. Hann sagði Trump einkar þægilegan mann að tala við og sagði að forsetinn bandaríski kynni vel að hlusta og heyra það sem verið væri að segja. Þá fagnaði hann því að Trump væri skýr þegar kæmi að því hvaða hagsmuna hann væri að gæta. Hann væri að gæta hagsmuna Bandaríkjanna og engra annarra. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn. 3. október 2025 06:42 Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. 2. október 2025 10:43 Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. 1. október 2025 18:05 Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. 30. september 2025 10:37 „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ sagði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, á viðburði í Dusseldorf í gær og vísaði þar til sambýlis Evrópu við Rússland. 30. september 2025 08:52 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Hann notaði einnig tækifærið til að kenna Vesturlöndum um innrás Rússa í Úkraínu og jós lofi yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa lengi átt í góðu sambandi við Trump. Þó myndi það samband bíða hnekki ef Trump seldi Tomahawk-stýriflaugar til Úkraínu. Pútín sagði þó að ef Úkraínumenn fengju stýriflaugar frá Bandaríkjunum myndu Rússar aðalgast og læra að skjóta þær niður. Þeir hefðu gert það þegar kæmi að svokölluðum ATACMS eldflaugum og gætu það einnig með Tomahawk. Úkraínumenn hafa notað eigin stýriflaugar og sjálfsprengidróna til ítrekaðra árása á olíuvinnslur og aðra olíuframleiðsluinnviði í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Pútín sagði meðal annars að heimurinn væri þegar orðinn fjölpóla. Miklar og hraðar breytingar væru að eiga sér stað og ríki heims þyrftu að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Mikið væri í húfi. Hann sagði að ríki heims þyrftu að leita sér bandamanna í takt við hagsmuni þeirra. „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar.“ Mála skrattann á vegginn Pútín sagði að ráðamenn í Evrópu væru að nota Rússland til að mála skrattann á veginn heima fyrir og bað hann þá um að róa sig. Þá sagði Pútín að Rússar væru að fylgjast með „hervæðingu“ Evrópu og að Rússar myndu bregðast við. Pútín fullyrti að Rússland myndi aldrei ráðast á Evrópu, þar sem það færi gegn öryggishagsmunum landsins. Hann sagði einnig að mörg ríki, og þeirra á meðal ríki úr NATO, væru í stríði við Rússland og rússneski herinn hefði aðlagast því. Hann væri nú sá besti í heimi, samkvæmt frétt RIA. „Ef við erum í stríði við NATO í heild sinni, þurfum við að vera sjálfsöruggir og við erum það.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur einnig talað um að Rússar séu í stríði við Evrópu og það hefur Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns gert einnig. Hafa þeir vísað til þess að Evrópa hafi hunsað „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu, sem ráðamenn í Rússlandi nota til að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times. Sjá einnig: Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Pútín var spurður út í það að Frakkar hefðu stöðvað olíuflutningaskip undan ströndum landsins á dögunum en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur bendlað skipið við svokallaðan skuggaflota Rússlands. Þann flota nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Pútín fordæmdi atvikið og líkti því við sjórán. Þá gerði hann lítið úr ásökunum um að Rússar bæru ábyrgð á drónum sem hefðu sést á lofti víða yfir viðkvæmum stöðum í Danmörku og víðar og sagði það þvælu að Rússar kæmu að því. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Meðal annars eru þeir sakaðir um að koma sprengjum fyrir í fragtflugvélum. Í nýbirtum drögum að fjárlögum í Rússlandi kemur fram að fjárútlát til varnarmála þar munu dragast lítillega saman á næsta ári. Í frétt Reuters segir að útlit sé fyrir að þau verði um 38 prósent af öllum útgjöldum rússneska ríkisins, samanborið við 41 prósent í ár. Á næsta ári verði þau um sjö prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands, að minnsta kosti, en stór hluti útgjalda Rússlands til varnarmála er ríkisleyndarmál. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur hagvöxtur Rússlands verið keyrður áfram á hergagnaframleiðslu en það hefur valdið háum vöxtum og hefur hagvöxtur dregist mjög saman. Nú er til umræðu að hækka virðisaukaskatt um tvö prósentustig. Óljós staða í Úkraínu Forsetinn rússneski hélt því einnig fram í ræðu sinni að Rússar hefðu orðið fyrir mannfalli í Úkraínu en alls ekki jafn miklu og Úkraínumenn. Hann sagði að rússneskir hermenn sæktu fram af miklu öryggi, víðsvegar á víglínunni í Úkraínu. Hvort það er rétt hjá Pútín er nokkuð óljóst en það eru ummerki um að hægt hafi nokkuð á framsókn Rússa á undanförnum vikum en þau ummerki eru ekki skýr. Á undanförnum árum, frá því að Rússar byrjuðu að einbeita sér að austurhluta Úkraínu, hafa þeir sótt hægt og rólega fram. Sú framsókn hefur þó einkennst af kippum og mjög miklu mannfalli. Heilt yfir eru greiningaraðilar sammála um að Rússar hafi orðið fyrir mun meira mannfalli en Úkraínumenn. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur staðan á víglínunni orðið nokkuð óljós og gráa svæðið, ef svo má kalla það, hefur stækkað töluvert en það á við um svæði sem óljóst er hver stjórnar. Fregnir hafa einnig borist af því að víglínan sé orðin gloppótt og að Rússar séu í meiri mæli farnir að senda smáa hópa hermanna til að lauma sér í gegnum varnarlínu Úkraínumanna og taka sér upp stöðu handan hennar, þar sem þeir hafa jafnvel tekið sig upp flagga rússneska fánanum, þó þeir stjórni svæðinu í raun ekki almennilega. Þetta hefur flækt stöðuna og varnir Úkraínumanna enn frekar. Greiningarhópurinn Black Bird Group sagði á dögunum að Rússar hefðu lagt undir sig 398 ferkílómetra í Úkraínu í september. Annar hópur, sem kallast DeepState, sagði svæðið eingöngu 259 ferkílómetra. A different assessment from @Black_BirdGroup. 2/https://t.co/VHUbiizbw3— Rob Lee (@RALee85) October 2, 2025 Allt Evrópu að kenna Um innrásina í Úkraínu og áframhaldandi átök þar varpaði Pútín ábyrgðinni allri á ríki Evrópu. Ráðamenn í Evrópu væru sífellt að stigmagna átökin og þeir væru að fórna Úkraínumönnum til að reyna að koma höggi á Rússa. Þetta er algengur áróður Rússa hvað varðar stuðning Vesturlanda við Úkraínu og gengur út á að með því að styðja Úkraínumenn gegn Rússum sé verið að framlengja stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna. Eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Pútín sagðist glaður að Donald Trump, kollegi hans í Bandaríkjunum, væri að reyna að koma á friði. Hann sagðist sjá Úkraínustríðið öðrum augum en Trump en það væri eðlilegt. Hann sagði Trump einkar þægilegan mann að tala við og sagði að forsetinn bandaríski kynni vel að hlusta og heyra það sem verið væri að segja. Þá fagnaði hann því að Trump væri skýr þegar kæmi að því hvaða hagsmuna hann væri að gæta. Hann væri að gæta hagsmuna Bandaríkjanna og engra annarra.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn. 3. október 2025 06:42 Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. 2. október 2025 10:43 Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. 1. október 2025 18:05 Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. 30. september 2025 10:37 „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ sagði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, á viðburði í Dusseldorf í gær og vísaði þar til sambýlis Evrópu við Rússland. 30. september 2025 08:52 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn. 3. október 2025 06:42
Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. 2. október 2025 10:43
Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. 1. október 2025 18:05
Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. 30. september 2025 10:37
„Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ sagði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, á viðburði í Dusseldorf í gær og vísaði þar til sambýlis Evrópu við Rússland. 30. september 2025 08:52