Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2025 08:56 Jimmy Kimmel. AP/Randy Holmes og Disney Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi. Var það eftir að Kimmel sagði í þætti sínum að „MAGA-gengið“ legði mikið púður í það að sannfæra heiminn um að morðingi Charlies Kirk væri ekki einn af þeim og reyna að nýta sér dauða mannsins í pólitískum tilgangi. Þá gagnrýndi hann viðbrögð ríkisstjórnarinnar við morðinu á Kirk. Donald Trump, forseti, hafði áður ítrekað kallað eftir því að Kimmel yrði rekinn. Eftir að þættir Kimmels voru settir í pásu sagði Trump að það að gagnrýna hann á sjónvarpsstöðvum sem eru háðar útsendingarleyfi ríkisins ætti að vera ólöglegt. Þættir Kimmels fóru aftur í framleiðslu í vikunni og voru sýndir af ABC, sem framleiðir þætti Kimmels, en ekki á stöðvum Sinclair og Nexstar. Þau fyrirtæki eiga stóran hluta héraðssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Í heildina er um að ræða 66 sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Forsvarsmenn Sinclair tilkynntu fyrst að þeir hefðu ákveðið að setja þættina aftur í birtingu eftir „viðbrögð frá áhorfendum, auglýsendum og samfélagsleiðtogum sem stæðu fyrir margvísleg sjónarmið“. Hollywood Reporter segir að í tilkynningu Sinclair hafi einnig sagt að fyrirtækið hafi lagt til breytingar við forsvarsmenn ABC sem hægt yrði að framkvæma til að styrkja samband ABC og systurstöðva. Stjórnendur Sinclair hafa lengi þótt hliðhollir Trump. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn Nexstar út sambærilega yfirlýsingu og sögðust hafa átt í viðræðum við stjórnendur Disney, móðurfélags ABC, og að þeir hefðu verið sáttir við tillögur þeirra og ummæli. Forsvarsmenn Nexstar vinna að umfangsmiklum samruna við fjölmiðlafyrirtækið Tegna fyrir 6,2 milljarða dala. Sá samruni er háður samþykki frá FCC og Brendan Carr, yfirmanni stofnunarinnar. Stjórnendur beggja fyrirtækja sögðu að ákvörðunin um að setja þætti Kimmels aftur í sýningu hefði ekki komið til vegna þrýstings frá ríkisstjórn Trumps eða einhverjum öðrum. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi í bandarískum fjölmiðlum að sambandið við Disney og samningar Nexstar og Sinclair við fjölmiðlarisan sé þeim of mikilvægt. Forsvarsmenn Disney hefðu getað gert samninga við önnur fyrirtæki á næsta ári um dreifingu efnis í Bandaríkjunum og slíkt hefði getað komið verulega niður á Nexstar og Sinclair. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Donald Trump Hollywood Disney Tengdar fréttir Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla. 22. september 2025 19:47 Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. 20. september 2025 08:46 Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Var það eftir að Kimmel sagði í þætti sínum að „MAGA-gengið“ legði mikið púður í það að sannfæra heiminn um að morðingi Charlies Kirk væri ekki einn af þeim og reyna að nýta sér dauða mannsins í pólitískum tilgangi. Þá gagnrýndi hann viðbrögð ríkisstjórnarinnar við morðinu á Kirk. Donald Trump, forseti, hafði áður ítrekað kallað eftir því að Kimmel yrði rekinn. Eftir að þættir Kimmels voru settir í pásu sagði Trump að það að gagnrýna hann á sjónvarpsstöðvum sem eru háðar útsendingarleyfi ríkisins ætti að vera ólöglegt. Þættir Kimmels fóru aftur í framleiðslu í vikunni og voru sýndir af ABC, sem framleiðir þætti Kimmels, en ekki á stöðvum Sinclair og Nexstar. Þau fyrirtæki eiga stóran hluta héraðssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Í heildina er um að ræða 66 sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Forsvarsmenn Sinclair tilkynntu fyrst að þeir hefðu ákveðið að setja þættina aftur í birtingu eftir „viðbrögð frá áhorfendum, auglýsendum og samfélagsleiðtogum sem stæðu fyrir margvísleg sjónarmið“. Hollywood Reporter segir að í tilkynningu Sinclair hafi einnig sagt að fyrirtækið hafi lagt til breytingar við forsvarsmenn ABC sem hægt yrði að framkvæma til að styrkja samband ABC og systurstöðva. Stjórnendur Sinclair hafa lengi þótt hliðhollir Trump. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn Nexstar út sambærilega yfirlýsingu og sögðust hafa átt í viðræðum við stjórnendur Disney, móðurfélags ABC, og að þeir hefðu verið sáttir við tillögur þeirra og ummæli. Forsvarsmenn Nexstar vinna að umfangsmiklum samruna við fjölmiðlafyrirtækið Tegna fyrir 6,2 milljarða dala. Sá samruni er háður samþykki frá FCC og Brendan Carr, yfirmanni stofnunarinnar. Stjórnendur beggja fyrirtækja sögðu að ákvörðunin um að setja þætti Kimmels aftur í sýningu hefði ekki komið til vegna þrýstings frá ríkisstjórn Trumps eða einhverjum öðrum. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi í bandarískum fjölmiðlum að sambandið við Disney og samningar Nexstar og Sinclair við fjölmiðlarisan sé þeim of mikilvægt. Forsvarsmenn Disney hefðu getað gert samninga við önnur fyrirtæki á næsta ári um dreifingu efnis í Bandaríkjunum og slíkt hefði getað komið verulega niður á Nexstar og Sinclair.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Donald Trump Hollywood Disney Tengdar fréttir Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla. 22. september 2025 19:47 Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. 20. september 2025 08:46 Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla. 22. september 2025 19:47
Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. 20. september 2025 08:46
Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09