Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2025 09:02 Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Alþingi Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun