Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2025 07:23 Miklir vatnavextir eru á suðaustanverðu landinu eins og sjá má á myndinni. Myndin var tekin í morgun. Gauti Árnason Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir í samtali við fréttastofu að varnargarður hafi gefið sig og vegurinn rofnað í kjölfarið. „Þetta er um fimmtíu metra kafli. Við erum að smala saman verktökum til að vinna að málum þegar minnkar í ánni en við vitum auðvitað ekki alveg hvenær það verður,“ segir Gunnlaugur Rúnar. Yfirgefinn bíll á kafi Á vef Vegagerðarinnar segir að fyrir nokkrum árum hafi verið bætt við varnargarði til að stýra vatni betur undir brúna og eldri garður hækkaður. „Það hefur ekki dugað til og er eldri garðurinn í sundur á um 100 metra kafla og því mikið álag á veginn sem hefur rofnað á þessum 50 metra kafla. Frá vettvangi.Gauti Árnason Vegagerðarmenn eru á staðnum og búið að leita til verktaka um að fara í verkið. Óljóst er þó á þessari stundu hvað langan tíma tekur að gera við. Aðstæður eru erfiðar þar sem mikill vatnsagi er á svæðinu auk þess erfitt getur reynst að ná í efni til viðgerðar af sömu ástæðu, það er gríðarlega mikð vatn í öllum ám á Suðausturlandi. Bíllinn sem sést á myndinni er yfirgefinn en vitað er að ökumaðurinn fékk far af staðnum og lögreglu hefur verið gert viðvart, ekki er ljóst hvað ökumaðurinn hugðist fyrir eða hversvegna hann lagði í vatnið í stað þess að snúa við,“ segir í tilkynningunni. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að búið sé að setja upp lokunarpóst rétt austan Hafnar og þá sé vinnuflokkur að störfum á vettvangi. Veðurstofan spáir talsverðri eða mikilli rigningu á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum næstu daga, eða fram á mánudag. Varað hafði verið við að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Sömuleiðis er aukin hætta á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Gauti Árnason starfsmaður Vegagerðarinnar og forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar var einn þeirra sem fór á vettvang og tók þessar myndir í morgun.Gauti Árnason Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11 Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir í samtali við fréttastofu að varnargarður hafi gefið sig og vegurinn rofnað í kjölfarið. „Þetta er um fimmtíu metra kafli. Við erum að smala saman verktökum til að vinna að málum þegar minnkar í ánni en við vitum auðvitað ekki alveg hvenær það verður,“ segir Gunnlaugur Rúnar. Yfirgefinn bíll á kafi Á vef Vegagerðarinnar segir að fyrir nokkrum árum hafi verið bætt við varnargarði til að stýra vatni betur undir brúna og eldri garður hækkaður. „Það hefur ekki dugað til og er eldri garðurinn í sundur á um 100 metra kafla og því mikið álag á veginn sem hefur rofnað á þessum 50 metra kafla. Frá vettvangi.Gauti Árnason Vegagerðarmenn eru á staðnum og búið að leita til verktaka um að fara í verkið. Óljóst er þó á þessari stundu hvað langan tíma tekur að gera við. Aðstæður eru erfiðar þar sem mikill vatnsagi er á svæðinu auk þess erfitt getur reynst að ná í efni til viðgerðar af sömu ástæðu, það er gríðarlega mikð vatn í öllum ám á Suðausturlandi. Bíllinn sem sést á myndinni er yfirgefinn en vitað er að ökumaðurinn fékk far af staðnum og lögreglu hefur verið gert viðvart, ekki er ljóst hvað ökumaðurinn hugðist fyrir eða hversvegna hann lagði í vatnið í stað þess að snúa við,“ segir í tilkynningunni. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að búið sé að setja upp lokunarpóst rétt austan Hafnar og þá sé vinnuflokkur að störfum á vettvangi. Veðurstofan spáir talsverðri eða mikilli rigningu á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum næstu daga, eða fram á mánudag. Varað hafði verið við að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Sömuleiðis er aukin hætta á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Gauti Árnason starfsmaður Vegagerðarinnar og forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar var einn þeirra sem fór á vettvang og tók þessar myndir í morgun.Gauti Árnason
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11 Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11
Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18