Innlent

Raf­magns­laust víða á höfuð­borgar­svæðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reykvíkingar glímdu margir hverjir við rafmagnsleysi. Vesturbæingar og Seltirningar gera sumir hverjir enn.
Reykvíkingar glímdu margir hverjir við rafmagnsleysi. Vesturbæingar og Seltirningar gera sumir hverjir enn. Vísir/Anton Brink

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir glímt við við rafmagnsleysi á fimmta tímanum. Sums staðar virðist rafmagn hafa komið aftur á skömmu síðar en annars staðar er enn beðið.

Vísir hefur heyrt í lesendum sínum í vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur sem lýst hafa rafmagnsleysi. 

Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir í samtali við Vísi að rafmagnsleysið hafi verið mjög víða.

„Það eru langflestir komnir með rafmagn en Vesturbærinn og Seltjarnarnesið eru enn þá úti. Við erum að vinna í því að koma öllu inn.“

Rafmagnið hafi slegið út við daglega rekstrarvinnu. Til skoðunar sé hvað hafi farið úrskeiðis en um mjög reglulega vinnu sé að ræða sem enginn finni venjulega fyrir.

„Við erum að finna út hvers vegna.“

Fréttin er í vinnslu.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×