Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2025 13:00 Ísrael mætti Íslandi í umspili um sæti á EM 2024 í mars það ár. Leikurinn fór fram í Búdapest þar sem UEFA hefur ekki heimilað að leikir fari fram í Ísrael í nokkur ár. Alex Nicodim/Anadolu via Getty Images Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum. Sérstök nefnd um mannréttindi og viðskipti skilaði af sér skýrslu um stöðu Ísraels innan íþrótta. Hana skipa Pichamon Yeophantongm, Damilola Olawuyi, Fernanda Hopenhaym, Lyra Jakulevičienė and Robert McCorquodale. „Það er niðurstaða nefndarinnar að Ísrael fremji þjóðarmorð,“ er haft eftir téðum sérfræðingum á vef SÞ. „Íþróttaheimurinn þarf að hafna þeirri hugmynd að lífið gangi sinn vanagang. Íþróttastofnanir geta ekki hundsað alvarleg mannréttindabrot, sér í lagi þegar þeirra vettvangur getur normaliserað óréttlæti.“ Alþjóðleg samtök líkt og FIFA og UEFA séu bundin að mannréttindalögum og þurfi því að bregðast við. Áður hefur ríkjum verið refsað með þeim hætti vegna stríðsbrölts og mannréttindabrota. „Það er skýrt að sniðgangan verður að beinast að Ísraelsríki en ekki einstökum leikmönnum. Við höfum alltaf haldið því fram að einstaklingar geti ekki borið afleiðingar ákvarðana sem stjórnvöld þeirra taka. Ekki á að mismuna eða refsa einstökum leikmönnum vegna uppruna þeirra eða þjóðernis,“ sögðu sérfræðingarnir. „Landslið sem eru fulltrúi ríkja sem fremja stórfelld mannréttindabrot geta og ættu að vera sett í bann, eins og hefur gerst áður.“ Rússland og Belarús eru til að mynda bönnuð frá alþjóðaíþróttum vegna innrásar í Úkraínu og Suður-Afríka sætti löngu banni á síðustu öld vegna aðskilnaðarstefnu þarlendra stjórnvalda. Ísraelskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að Katarar beittu sér fyrir því á vettvangi UEFA að Ísrael yrði bannað frá alþjóðlegri keppni í fótbolta. Það gera þeir í kjölfar sprengjuárásar Ísraela á Doha í síðustu viku. Katarar hafa verið sakaðir um íþróttaþvott undanfarin ár og hafa aukið ítök sín til muna innan fótboltaheimsins. Katar hélt til að mynda HM í fótbolta árið 2022 og þá er Katarinn Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformaður PSG í Frakklandi, einnig sitjandi forseti ECA, samtaka evrópskra fótboltafélaga. Ísraelskir miðlar greindu frá því á sunnudag að framkvæmdastjórn UEFA hygðist kjósa um framtíð landsliðs Ísraels á þriðjudag (í gær) en það kjör hefur ekki farið fram. Forráðamenn KSÍ höfðu ekki heyrt af áformum um slíkt kjör aðspurðir af Vísi um málið í gær. Körfuboltalandslið karla mætti Ísrael á EM í Póllandi í síðasta mánuði og hefur KKÍ kallað eftir brottrekstri liðsins á alþjóðavettvangi innan Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA. Landslið Íslands í handbolta mætti í Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í vor og kölluðu landsliðskonur eftir brottreksti liðsins eftir þá leiki. KSÍ hefur ekki tekið opinbera afstöðu um þátttöku Ísraels á alþjóðavettvangi, né heldur ÍSÍ. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu FIFA UEFA KSÍ HSÍ KKÍ Fótbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Sérstök nefnd um mannréttindi og viðskipti skilaði af sér skýrslu um stöðu Ísraels innan íþrótta. Hana skipa Pichamon Yeophantongm, Damilola Olawuyi, Fernanda Hopenhaym, Lyra Jakulevičienė and Robert McCorquodale. „Það er niðurstaða nefndarinnar að Ísrael fremji þjóðarmorð,“ er haft eftir téðum sérfræðingum á vef SÞ. „Íþróttaheimurinn þarf að hafna þeirri hugmynd að lífið gangi sinn vanagang. Íþróttastofnanir geta ekki hundsað alvarleg mannréttindabrot, sér í lagi þegar þeirra vettvangur getur normaliserað óréttlæti.“ Alþjóðleg samtök líkt og FIFA og UEFA séu bundin að mannréttindalögum og þurfi því að bregðast við. Áður hefur ríkjum verið refsað með þeim hætti vegna stríðsbrölts og mannréttindabrota. „Það er skýrt að sniðgangan verður að beinast að Ísraelsríki en ekki einstökum leikmönnum. Við höfum alltaf haldið því fram að einstaklingar geti ekki borið afleiðingar ákvarðana sem stjórnvöld þeirra taka. Ekki á að mismuna eða refsa einstökum leikmönnum vegna uppruna þeirra eða þjóðernis,“ sögðu sérfræðingarnir. „Landslið sem eru fulltrúi ríkja sem fremja stórfelld mannréttindabrot geta og ættu að vera sett í bann, eins og hefur gerst áður.“ Rússland og Belarús eru til að mynda bönnuð frá alþjóðaíþróttum vegna innrásar í Úkraínu og Suður-Afríka sætti löngu banni á síðustu öld vegna aðskilnaðarstefnu þarlendra stjórnvalda. Ísraelskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að Katarar beittu sér fyrir því á vettvangi UEFA að Ísrael yrði bannað frá alþjóðlegri keppni í fótbolta. Það gera þeir í kjölfar sprengjuárásar Ísraela á Doha í síðustu viku. Katarar hafa verið sakaðir um íþróttaþvott undanfarin ár og hafa aukið ítök sín til muna innan fótboltaheimsins. Katar hélt til að mynda HM í fótbolta árið 2022 og þá er Katarinn Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformaður PSG í Frakklandi, einnig sitjandi forseti ECA, samtaka evrópskra fótboltafélaga. Ísraelskir miðlar greindu frá því á sunnudag að framkvæmdastjórn UEFA hygðist kjósa um framtíð landsliðs Ísraels á þriðjudag (í gær) en það kjör hefur ekki farið fram. Forráðamenn KSÍ höfðu ekki heyrt af áformum um slíkt kjör aðspurðir af Vísi um málið í gær. Körfuboltalandslið karla mætti Ísrael á EM í Póllandi í síðasta mánuði og hefur KKÍ kallað eftir brottrekstri liðsins á alþjóðavettvangi innan Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA. Landslið Íslands í handbolta mætti í Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í vor og kölluðu landsliðskonur eftir brottreksti liðsins eftir þá leiki. KSÍ hefur ekki tekið opinbera afstöðu um þátttöku Ísraels á alþjóðavettvangi, né heldur ÍSÍ.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu FIFA UEFA KSÍ HSÍ KKÍ Fótbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira