Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:54 Kimmel sagði aðför stjórnvalda gegn uppistöndurum and-bandaríska. Getty/Variety/John Nacion Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira