Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 13:02 Inga Sæland hefur skipt snarlega um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rædd við sérfræðinga um málið. Vísir/Anton Brink Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39