Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar 23. september 2025 07:00 Hvað er félagshyggja? Það er auðvelt að svara því stuttlega. Samfélag sem að byggt er upp þannig að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að fiármagna grunnkerfi samfélagsins og að aðgengi fyrir þegna þess sé jafnt, og að allirþeir sem að í því samfélagi búa hafi jafnanaðgang að þjónustu og hafi möguleika á því að ala upp börn og sjá fyrir sér og sínum. Lifa við það grunn öryggi að hafa þak yfir höfuðið,geta veitt sér og sínum mat og skjól. Fólk sem að aðhyllist félagshyggjuna hræðist þó að taka hana og hrópa hana um torg af ótta við það að vera kallað kommúnistar. Við sem að berjumst fyrir framgangi félagshyggju, sósíalisma sjáum fyrir okkur að í jafn auðugulandi og okkar,þá ættum við að geta gert svo miklu betur. Við ættum að vera stoltaf því að geta jafnaðkjör stétta neðan frá og upp. En í stað þess erum við á þeim stað að fleiri hundruðir barna alast upp í fátækt. Og gleymum ekki að fátækt er margskonar. Hún getur verið efnisleg, en einnig félagsleg. Foreldrar sem að vinna mikið og jafnvel margar vinnur upplifa fátækt einnig. Þar kemur sektarkenndin yfir því að eiga ekki tíma til þess að sinna börnunum sínum betur. Að geta ekki veitt þeim til jafns á við flesta aðra. Við erum búin að upplifa ótrúlega erfiða tíma síðustu ár með unga fólkið okkar. Við búum við fiársvelt heilbrigðiskerfi. Fjársvelt skólakerfi. Vaxtastig sem að er við það að sliga millistétt og láglaunafólk. Græðgisvætt húsnæðiskerfi, stjórnlaust okur á innfluttum nauðsynjavörum. Okkur er kennt að markaðurinn leysi allan vanda, en samt er það undantekningarlaust almenningur í landinu sem að er látinn taka á sig birðarnar og tapið þega rað markaðurinn hrynur, og markaðsfólkið hörfar af hólmi og fórnar peðum fyrir drottningu. Fyrir hverja er félagshyggja? Það er algengur misskilningur að einstaklingur þurfi að vera skotheldur á Lenín, Marx og Engels til þess að vera sósíalisti. Þú þarft heldur ekki að setja upp rauða slaufu á Sunnudögum og kyrja “nasjónalinn” 200 sinnum inni í stofu heima hjá þér, með dregið fyrir alla glugga og vodkalögg við stofuhita í möttu mjólkurglasi. Og ekki þarf að lita hárið á sér blátt á vorin, fá sér neflokk og hlusta á lesbíu-pönk og segjast hata “cis” til þess að vera sósíalisti. En ég vill þó taka fram að allt er þetta valkvætt og við kommúnistarnir sendum engan í “gúlagið”. Sósialismi (félagshyggja) er sú stefna sem að leitast við að leysa verkefni lýðræðisins sem að setur hagsmunialmennings ávallt og ófrávíkjandi í fyrsta sæti. Félagshyggjan hugsar um þegna sína fyrst og leitast alltaf við að jafna kjör fólks, neðan frá og upp á við. Félagshyggjan er sprottin af þeirri hjartans þrá mannsins að allir hafi tækifæri til þess að lifa frjáls frá kúgunartilburðum auðvaldsins. Félagshyggjufólk erum ég og þú, við finnum að börnin okkar eru óróleg, við njótum ekki nærri því jafn margra stunda með fjölskyldu og vinum því að allir eru á hlaupum um allt samfélagið til þess að rembast við að láta enda ná saman. Félagshyggja snýst í grunninn um að allir hafi jafnan aðgang að húsnæði, afkomu, menntun og heilbrigðisþjónustu. Og að húsnæði eru mannréttindi, ekki áhættufjárfesting með glæpsamlega ávöxtun. Við vilum geta eytt meiri tíma með okkar fólki og búið við efnahagslegan stöðugleika, en ekki verið látin lifa í villtu vestri nýfrjálshyggjunnar með sífelldu vaxtaokri, hækkun á allri nauðsynjavöru og niðurskurðar á almannaþjónustu. Hvað gerir þú nú? Efað það er eitthvað sem að þer finnst megi betur fara í þínu samfélagi, þá er upplagtað koma á fundi félagshyggjufólks um allt land. Við náum víst því miður ekki að leysa nokkurnhlut á spjallhópum á fésbókinni. Við undirbúum öll okkar mál vel, og leggjum til lausnir í samfélaginu þar sem að almenningur er í fyrsta sæti. Við gerum aldrei neinar málamiðlanir þar. Við ætlum að bjóða fram í sveitarstjórnir víða um land og við hvetjum alla til þess að koma og tala við okkur, máta sig við okkar stefnur. Unga sem aldna Svæðisfélög eru virk í nokkrum sveitarfélögum, og nokkur eru að halda sína stofnfundi á næstu misserum. Við erum með virka grasrót, tvær ungliðahreyfingar, feminista hreyfingu, bókaklúbb, gönguhópa og margt fleira. Miglangartilþessaðhvetjaþigkærilesanditil að staldra augbnablik við. Hugsaðu um það, hvað þú vilt að samfélagið þitt standi fyrir. Hversu mikla spillingu og samtryggingu auðvaldsins sættirþú þig við að taki ákvarðanir um þína afkomu og þitt daglega líf? Er undilægjuháttur og hugleysigegn auðstéttinni það sem að einkenna ætti góða alþingis-og embættismenn?Getur verið að kerfið sé alls ekki hægvirkt, heldur sé hugrakktfólk með almannahag í minnihluta á þingi? Við höldum mánaðarlega stóra félagsfundi í fundarsal flokksinsí Reykjavík, en hann er einnig aðgengilegur á zoom og er auglýstur á öllum miðlum. Þeir eru fjölsóttir og verða fjölmennari með hverjum mánuði sem að líður. Áherslumál í stefnum okkar má finna á www.xj.is Höfundur er stjórnarmaður í sósialistaflokki Íslands, og fulltrúi í stjórn svæðisfélags NA kjördæmis hjá flokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hvað er félagshyggja? Það er auðvelt að svara því stuttlega. Samfélag sem að byggt er upp þannig að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að fiármagna grunnkerfi samfélagsins og að aðgengi fyrir þegna þess sé jafnt, og að allirþeir sem að í því samfélagi búa hafi jafnanaðgang að þjónustu og hafi möguleika á því að ala upp börn og sjá fyrir sér og sínum. Lifa við það grunn öryggi að hafa þak yfir höfuðið,geta veitt sér og sínum mat og skjól. Fólk sem að aðhyllist félagshyggjuna hræðist þó að taka hana og hrópa hana um torg af ótta við það að vera kallað kommúnistar. Við sem að berjumst fyrir framgangi félagshyggju, sósíalisma sjáum fyrir okkur að í jafn auðugulandi og okkar,þá ættum við að geta gert svo miklu betur. Við ættum að vera stoltaf því að geta jafnaðkjör stétta neðan frá og upp. En í stað þess erum við á þeim stað að fleiri hundruðir barna alast upp í fátækt. Og gleymum ekki að fátækt er margskonar. Hún getur verið efnisleg, en einnig félagsleg. Foreldrar sem að vinna mikið og jafnvel margar vinnur upplifa fátækt einnig. Þar kemur sektarkenndin yfir því að eiga ekki tíma til þess að sinna börnunum sínum betur. Að geta ekki veitt þeim til jafns á við flesta aðra. Við erum búin að upplifa ótrúlega erfiða tíma síðustu ár með unga fólkið okkar. Við búum við fiársvelt heilbrigðiskerfi. Fjársvelt skólakerfi. Vaxtastig sem að er við það að sliga millistétt og láglaunafólk. Græðgisvætt húsnæðiskerfi, stjórnlaust okur á innfluttum nauðsynjavörum. Okkur er kennt að markaðurinn leysi allan vanda, en samt er það undantekningarlaust almenningur í landinu sem að er látinn taka á sig birðarnar og tapið þega rað markaðurinn hrynur, og markaðsfólkið hörfar af hólmi og fórnar peðum fyrir drottningu. Fyrir hverja er félagshyggja? Það er algengur misskilningur að einstaklingur þurfi að vera skotheldur á Lenín, Marx og Engels til þess að vera sósíalisti. Þú þarft heldur ekki að setja upp rauða slaufu á Sunnudögum og kyrja “nasjónalinn” 200 sinnum inni í stofu heima hjá þér, með dregið fyrir alla glugga og vodkalögg við stofuhita í möttu mjólkurglasi. Og ekki þarf að lita hárið á sér blátt á vorin, fá sér neflokk og hlusta á lesbíu-pönk og segjast hata “cis” til þess að vera sósíalisti. En ég vill þó taka fram að allt er þetta valkvætt og við kommúnistarnir sendum engan í “gúlagið”. Sósialismi (félagshyggja) er sú stefna sem að leitast við að leysa verkefni lýðræðisins sem að setur hagsmunialmennings ávallt og ófrávíkjandi í fyrsta sæti. Félagshyggjan hugsar um þegna sína fyrst og leitast alltaf við að jafna kjör fólks, neðan frá og upp á við. Félagshyggjan er sprottin af þeirri hjartans þrá mannsins að allir hafi tækifæri til þess að lifa frjáls frá kúgunartilburðum auðvaldsins. Félagshyggjufólk erum ég og þú, við finnum að börnin okkar eru óróleg, við njótum ekki nærri því jafn margra stunda með fjölskyldu og vinum því að allir eru á hlaupum um allt samfélagið til þess að rembast við að láta enda ná saman. Félagshyggja snýst í grunninn um að allir hafi jafnan aðgang að húsnæði, afkomu, menntun og heilbrigðisþjónustu. Og að húsnæði eru mannréttindi, ekki áhættufjárfesting með glæpsamlega ávöxtun. Við vilum geta eytt meiri tíma með okkar fólki og búið við efnahagslegan stöðugleika, en ekki verið látin lifa í villtu vestri nýfrjálshyggjunnar með sífelldu vaxtaokri, hækkun á allri nauðsynjavöru og niðurskurðar á almannaþjónustu. Hvað gerir þú nú? Efað það er eitthvað sem að þer finnst megi betur fara í þínu samfélagi, þá er upplagtað koma á fundi félagshyggjufólks um allt land. Við náum víst því miður ekki að leysa nokkurnhlut á spjallhópum á fésbókinni. Við undirbúum öll okkar mál vel, og leggjum til lausnir í samfélaginu þar sem að almenningur er í fyrsta sæti. Við gerum aldrei neinar málamiðlanir þar. Við ætlum að bjóða fram í sveitarstjórnir víða um land og við hvetjum alla til þess að koma og tala við okkur, máta sig við okkar stefnur. Unga sem aldna Svæðisfélög eru virk í nokkrum sveitarfélögum, og nokkur eru að halda sína stofnfundi á næstu misserum. Við erum með virka grasrót, tvær ungliðahreyfingar, feminista hreyfingu, bókaklúbb, gönguhópa og margt fleira. Miglangartilþessaðhvetjaþigkærilesanditil að staldra augbnablik við. Hugsaðu um það, hvað þú vilt að samfélagið þitt standi fyrir. Hversu mikla spillingu og samtryggingu auðvaldsins sættirþú þig við að taki ákvarðanir um þína afkomu og þitt daglega líf? Er undilægjuháttur og hugleysigegn auðstéttinni það sem að einkenna ætti góða alþingis-og embættismenn?Getur verið að kerfið sé alls ekki hægvirkt, heldur sé hugrakktfólk með almannahag í minnihluta á þingi? Við höldum mánaðarlega stóra félagsfundi í fundarsal flokksinsí Reykjavík, en hann er einnig aðgengilegur á zoom og er auglýstur á öllum miðlum. Þeir eru fjölsóttir og verða fjölmennari með hverjum mánuði sem að líður. Áherslumál í stefnum okkar má finna á www.xj.is Höfundur er stjórnarmaður í sósialistaflokki Íslands, og fulltrúi í stjórn svæðisfélags NA kjördæmis hjá flokknum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar