Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 21:25 Sarah Ferguson þarf að kveðja sex ólík samtök sem hafa afþakkað þjónustu hennar. Epa/ETTORE FERRARI Sex bresk góðgerðafélög sem störfuðu með hertogaynjunni af York hafa slitið á tengsl við hana eftir að tölvupóstur var birtur þar sem hún kallaði Jeffrey Epstein „einstakan vin“. Í póstinum virtist hún biðjast velvirðingar á því að hafa gagnrýnt hann opinberlega. Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, var ýmist titluð verndari eða sendiherra samtakanna sex. Epstein var ákærður fyrir mansal á börnum og kynferðisbrot. Hann svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 á meðan hann beið réttarhalda. Jeffrey Epstein hafði verið ákærður fyrir fjölda brota þegar hann lést. Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni Ferguson að hún ætli ekki að tjá sig um ákvarðanir líknarfélaganna. Julia's House, sem rekur barnasjúkrahús, var fyrsta félagið til að hætta samstarfi við Ferguson og sagði það „óviðeigandi“ að hún gegndi stöðunni áfram. Síðar í dag tilkynntu félögin Teenage Cancer Trust, Natasha Allergy Research Foundation, Children's Literacy Charity og Prevent Breast Cancer einnig að hertogaynjan væri ekki lengur titluð verndari þeirra. Þá gaf The British Heart Foundation út að hún væri ekki lengur sendiherra góðgerðarstofnunarinnar sem fjármagnar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum. Stangist á við opinber ummæli Umræddur tölvupóstur frá hertogaynjunni til Epsteins var birtur af bresku dagblöðunum Mail og Sun í gær. Virðist hann hafa verið sendur eftir að hún fullyrti opinberlega að hafa hætt samskiptum við hann. Í tölvupóstinum frá árinu 2011 virðist hún biðjast velvirðingar á opinberum ummælum þar sem hún gagnrýndi Epstein og skrifaði: „Þú hefur alltaf verið mér og fjölskyldu minni staðfastur, örlátur og einstakur vinur.“ Fyrr sama ár hafði hún fordæmt Epstein í víðtali og sagt að samskipti þeirra hafi verið „risavaxinn dómgreindarbrestur“ og að: „Það sem hann gerði var rangt og fyrir það var hann réttilega fangelsaður.“ Talsmaður hertogaynjunnar segir að tölvupóstur hennar til Epsteins, þar sem hún lýsti honum sem vini, hefði verið sendur til að draga úr hættunni á því að hann myndi stefna henni fyrir meiðyrði. Hún sjái enn mjög eftir öllum tengslum við hann. „Þessi tölvupóstur var sendur eftir ráðleggingar sem hertogaynjan fékk til að reyna að róa Epstein og draga úr hótunum hans,“ sagði í yfirlýsingu sem talsmaður hennar gaf út í gær eftir að tölvupósturinn til Epsteins var birtur. Kóngafólk Bretland Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, var ýmist titluð verndari eða sendiherra samtakanna sex. Epstein var ákærður fyrir mansal á börnum og kynferðisbrot. Hann svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 á meðan hann beið réttarhalda. Jeffrey Epstein hafði verið ákærður fyrir fjölda brota þegar hann lést. Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni Ferguson að hún ætli ekki að tjá sig um ákvarðanir líknarfélaganna. Julia's House, sem rekur barnasjúkrahús, var fyrsta félagið til að hætta samstarfi við Ferguson og sagði það „óviðeigandi“ að hún gegndi stöðunni áfram. Síðar í dag tilkynntu félögin Teenage Cancer Trust, Natasha Allergy Research Foundation, Children's Literacy Charity og Prevent Breast Cancer einnig að hertogaynjan væri ekki lengur titluð verndari þeirra. Þá gaf The British Heart Foundation út að hún væri ekki lengur sendiherra góðgerðarstofnunarinnar sem fjármagnar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum. Stangist á við opinber ummæli Umræddur tölvupóstur frá hertogaynjunni til Epsteins var birtur af bresku dagblöðunum Mail og Sun í gær. Virðist hann hafa verið sendur eftir að hún fullyrti opinberlega að hafa hætt samskiptum við hann. Í tölvupóstinum frá árinu 2011 virðist hún biðjast velvirðingar á opinberum ummælum þar sem hún gagnrýndi Epstein og skrifaði: „Þú hefur alltaf verið mér og fjölskyldu minni staðfastur, örlátur og einstakur vinur.“ Fyrr sama ár hafði hún fordæmt Epstein í víðtali og sagt að samskipti þeirra hafi verið „risavaxinn dómgreindarbrestur“ og að: „Það sem hann gerði var rangt og fyrir það var hann réttilega fangelsaður.“ Talsmaður hertogaynjunnar segir að tölvupóstur hennar til Epsteins, þar sem hún lýsti honum sem vini, hefði verið sendur til að draga úr hættunni á því að hann myndi stefna henni fyrir meiðyrði. Hún sjái enn mjög eftir öllum tengslum við hann. „Þessi tölvupóstur var sendur eftir ráðleggingar sem hertogaynjan fékk til að reyna að róa Epstein og draga úr hótunum hans,“ sagði í yfirlýsingu sem talsmaður hennar gaf út í gær eftir að tölvupósturinn til Epsteins var birtur.
Kóngafólk Bretland Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira