Innlent

Eldur kviknaði í í­búð í Bakka­hverfi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikið viðbragð var á svæðinu.
Mikið viðbragð var á svæðinu. Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti um sexleytið í kvöld. Slökkvilið var með mikið viðbragð á svæðinu og réðu niðurlögum eldsins nokkuð hratt og örugglega.

Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Enginn hafi verið fluttur slasaður af vettvangi en mikið tjón sé á íbúðinni.

Ekki hafi þurft að rýma blokkina, en slökkviliðið hafi verið tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og reykræsta íbúðina.

Upplýsingar liggi ekki fyrir um upptök eldsins, en það sé í höndum lögreglunnar að rannsaka það.

Enginn var fluttur slasaður af vettvangi.Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×