Innlent

Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun

Lovísa Arnardóttir skrifar
Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð.
Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð. Vísir/Sigurjón

Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september.

Í tilkynningu frá Strætó segir að dagurinn sé gott tækifæri fyrir fólk til að prófa að leggja bílnum og nota aðra ferðamáta. Hvort sem það sé að hoppa upp í Strætó, hjóla, ganga eða jafnvel skokka í vinnu eða skóla.

„Við hvetjum alla til að taka þátt og njóta þess að ferðast á umhverfisvænan og hagkvæman hátt,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×