Telur áform ráðherra vanhugsuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2025 07:44 Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, er ekki hrifinn af áformum ráðherra. Sýn Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20