Efast um að olíuleit beri árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 20:07 Jessica Poteet er jarðfræðingur. Sýn Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“ Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“
Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira