Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 20. september 2025 08:32 Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun