„Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. september 2025 23:01 Jón G. Hauksson er ritstjóri grafarvogur.net og íbúi í Grafarvogi. Vísir/Ívar Fannar Umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka hafa gríðarleg áhrif á Grafarvogsbúa að sögn íbúa hverfisins. Nýjasta breytingin geri það stórhættulegt að aka um fjölfarin gatnamót. Í sumar hefur fréttastofa fjallað um óánægju íbúa í Árbænum og vegfarenda með framkvæmdir borgarinnar við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Umferðartafir á svæðinu er sagðar stórauknar eftir að beygjuvasar voru fjarlægðir. Þrengt að ökumönnum Framkvæmdir hafa staðið yfir við fimm gatnamót Höfðabakka í sumar. Nýjustu framkvæmdirnar eru við Stórhöfða þar sem helstu breytingar eru að umferðareyjur hafa verið breikkaðar og lengdar. Jón G. Hauksson, íbúi í Grafarvogi, segir slysahættu stóraukna. „Það er í rauninni mikil reiði hérna í Grafarvoginum út af þessu. Hér er verið að þrengja gatnamót sem eru mjög erfið fyrir. Það er búið að þrengja þessa beygjuakrein þegar keyrt er inn á Stórhöfðann. Það sem meira er er að sjónsvið bílstjóra, sem var ekki mikið fyrir, hefur snarminnkað,“ segir Jón. Draga framkvæmdirnar úr slysahættu? Jón hefur mikið ritað um framkvæmdirnar í sumar á vef sínum, grafarvogur.net. Hann segir íbúa á svæðinu, sama hvort þeir búa í Grafarvogi, Árbæ eða Breiðholti, afar óánægða með þær allar. „Hér er aðalumferðaræðin niður í Grafarvog. Það eru til skýrslur sem sína að sem betur fer hafa ekki orðið slys hér á hjólandi og gangandi síðustu tíu ár. Stóra spurning er: Það er verið að fara í mjög dýrar framkvæmdir, teppa umferðina uppi í Árbæ, draga úr henni niður í Grafarvoginn, það er verið að auka slysa- og árekstrarhættu. Þetta eiga að vera forvarnir, en er verið að auka slysahættuna á öðrum vettvangi?“ spyr Jón. Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í sumar hefur fréttastofa fjallað um óánægju íbúa í Árbænum og vegfarenda með framkvæmdir borgarinnar við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Umferðartafir á svæðinu er sagðar stórauknar eftir að beygjuvasar voru fjarlægðir. Þrengt að ökumönnum Framkvæmdir hafa staðið yfir við fimm gatnamót Höfðabakka í sumar. Nýjustu framkvæmdirnar eru við Stórhöfða þar sem helstu breytingar eru að umferðareyjur hafa verið breikkaðar og lengdar. Jón G. Hauksson, íbúi í Grafarvogi, segir slysahættu stóraukna. „Það er í rauninni mikil reiði hérna í Grafarvoginum út af þessu. Hér er verið að þrengja gatnamót sem eru mjög erfið fyrir. Það er búið að þrengja þessa beygjuakrein þegar keyrt er inn á Stórhöfðann. Það sem meira er er að sjónsvið bílstjóra, sem var ekki mikið fyrir, hefur snarminnkað,“ segir Jón. Draga framkvæmdirnar úr slysahættu? Jón hefur mikið ritað um framkvæmdirnar í sumar á vef sínum, grafarvogur.net. Hann segir íbúa á svæðinu, sama hvort þeir búa í Grafarvogi, Árbæ eða Breiðholti, afar óánægða með þær allar. „Hér er aðalumferðaræðin niður í Grafarvog. Það eru til skýrslur sem sína að sem betur fer hafa ekki orðið slys hér á hjólandi og gangandi síðustu tíu ár. Stóra spurning er: Það er verið að fara í mjög dýrar framkvæmdir, teppa umferðina uppi í Árbæ, draga úr henni niður í Grafarvoginn, það er verið að auka slysa- og árekstrarhættu. Þetta eiga að vera forvarnir, en er verið að auka slysahættuna á öðrum vettvangi?“ spyr Jón.
Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira