Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. september 2025 07:00 Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Neytendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar