Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 12:05 Sólveig Anna afhenti starfsmanni ráðuneytisins áskorunina í morgun. Efling/Sunna Björg Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
„Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira