Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar 19. september 2025 12:01 Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar