Upp­gjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV

Hjörvar Ólafsson skrifar
_DSF6763
vísir/Anton

FH fór með sigur af hólmi, 36-30, þegar liðið mætti í þriðju umferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld.

FH-ingar unnu sannfærandi sigur gegn Val í síðustu umferð deildarinnar og héldu áfram frá því sem frá var horfið í þessum leik. Leikmenn FH komu kraftmiklir og vel innstilltir til leiks og voru komnir 5-1 yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum.

Einar Örn Sindrason hefur alið manninn frá unga aldri í Kaplakrika og fann fjölina sína í upphafi þessa leiks. Þá var varnarleikur FH-liðsins grimmur og sóknarleikur Eyjaliðsins á sama tíma stirðbusalegur.

Eyjamenn vöknuðu til lífsins um miðjan fyrri hálfeikinn og minnkuðu muninn í eitt mark, 9-8, en Elís Þór Aðalsteinsson var fremstur í broddi fylkingar hjá Eyjaliðinu á þeim góða kafla.

Þá smullu FH-ingar aftur í gang og undir lok fyrri hálfleiks fékk Sigtryggur Daði Rúnarsson að líta beint rautt spjald. Í kjölfarið á því misstu leikmenn ÍBV hausinn um stundarsakir og Andri Erlingsson fékk tvær mínútur fyrir að malda í móinn í sókninni sem ÍBV lagði af stað í eftir rauða spjaldið.

FH nýtti sér það að vera tveimur leikmönnum fleiri til fullnustu og byggði upp sex marka forskot, 18-12, og heimamenn voru 19-14 yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Eyjamenn náðu aldrei að hleypa spennu í þennan leik og sigurinn var aldrei í hættu hjá FH. Þegar upp var staðið vann FH-liðið öruggan sex marka sigur,

Jón Þórarinn Þorsteinsson sem varði vel í sigrinum gegn Val hélt uppteknum hætti í kvöld. Jón Þórarinn hóf leikinn á varamannabekknum en kom inná í lok fyrri hálfleiks og lokaði markinu á köflum. Jón Þórarinn varði 17 skot, þar af vítaköst og var með tæplega 50 prósent markvörslu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira