Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 15:06 Skemmtiferðaskip í höfn við Reykjavík. Stór hluti af áætluðum framkvæmdum Faxaflóahafna næstu fimmtán árin eru vegna nýrra viðlegukanta. Vísir/Arnar Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans. Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans.
Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira