Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 18. september 2025 15:02 Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar