Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar 18. september 2025 10:30 Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun