Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:02 Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókun 35 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór 3003 Elliði Vignisson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar