Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. september 2025 12:01 Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun