Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar 17. september 2025 09:00 Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súdan Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar