Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar 20. september 2025 08:02 Í nýlegri skýrslu sem neðri deild breska þingsins lét gera um dánaraðstoð kemur fram að ekki sé rétt að fullyrða að líknarmeðferð ein og sér geti útrýmt allri þjáningu. Skýrslahöfundar benda jafnframt á að líknarmeðferð hafi batnað eftir að dánaraðstoð var lögleidd í Kanada. Þrátt fyrir góða líknarmeðferð upplifa margir enn mikinn sársauka og óbærilegar þjáningar við lífslok. Skoski þingmaðurinn Liam McArthur óskaði eftir áliti almennings á dánaraðstoð. Nær 13.000 manns svöruðu og deildu persónulegum vitnisburðum og reynslusögum. Það þarf sannarlega sterk rök til að andmæla dánaraðstoð eftir að hafa kynnt sér þessar frásagnir. Frásögn 1: Þjáningar föður míns Faðir minn, sem lést úr briskrabbameini, fékk líknarmeðferð. Það var lifandi helvíti fyrir hann, okkur fjölskylduna og vini. Þjáningar hans var hræðilegar og gjörsamlega óþarfar. Ég mun aldrei gleyma hryllingnum í augum hans og örvæntingafullum beiðnum hans um hjálp til að ljúka lífi sínu. Hann hefði farið til Dignitas, en greiningin kom of seint. Faðir minn var áhættusækinn, sjálfstæður og sterkur maður. Að setja hann í þessa stöðu var grimmilegt. Frásögn 2: Óbærilegur dauðdagi bróður míns Allt of lengi hefur fólki verið synjað um réttinn til að deyja án óþarfa þjáninga. Ég hef misst ættingja úr krabbameini, þar á meðal bróður minn sem lést fyrr á þessu ári og var með sama krabbameinið og ég er með. Þrátt fyrir bestu mögulegu líknarmeðferð voru síðustu vikur hans ekkert annað en lifandi dauði, sem hann hefði viljað forðast. Hann endaði í dái, án matar eða vökva, og það tók hann fimm langa daga til viðbótar að deyja. Hver veit hvaða martraðir og kvalir hann upplifði á þessum síðustu dögum? Frásögn 3: Reynslan af því að hjúkra veikum ástvinum Ég hjúkraði móður minni, 56 ára, og hlustað á hana grátbiðja um að fá að deyja til að binda enda á sársaukann af völdum krabbameinsins þegar lyfin hættu að virka. Einnig hjúkraði ég tengdamóður minni, 64 ára, sem öskraði af sársauka vegna krabbameinsins og legusára á stærð við barnshönd. Þjáningar þeirra, óttinn og sársaukinn sem þær upplifðu mun fylgja mér það sem eftir er ævi minnar. Frásögn 4: Að missa reisn við lífslok Fyrir þremur árum greindist móðir mín, 83 ára, með ólæknandi magakrabbamein. Þegar ráðgjafi hennar í líknandi meðferð sagði henni frá greiningunni, hrósaði hann henni fyrir þá ótrúlegu reisn sem hún sýndi við að taka þessum fréttum. Reisnin var henni afar dýrmæt, en þegar krabbameinið ágerðist og ástand hennar versnaði, missti hún hana smám saman. Móðir mín hafði lengi verið stuðningsmaður dánaraðstoðar og hefði valið hana sjálf, hefði hún haft þann kost. Andlát hennar og aðdragandinn að því var afar erfiður, bæði fyrir hana sjálfa og okkur sem fylgdum henni. Samfélagið getur sannarlega gert betur. Frásögn 5: Að horfa á móður sína deyja úr ofþornun Ég sat hjá móður minni í vikur á meðan hún dó hægt úr krabbameini. Hver dagur var markaður þjáningum og hún grátbað um að fá að fara. Við horfðum á hana deyja úr ofþornun, það tók sjö langa daga frá því hún drakk síðast. Enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að deyja á þennan hátt. Rétturinn til að deyja á eigin forsendum Ofangreindar frásagnir varpa skýru ljósi á þær óbærilegu aðstæður og þjáningar sem gjarnan fylgja lífslokum, en mætti koma í veg fyrir með dánaraðstoð. Þær draga einnig fram djúpan sársauka aðstandenda, sem horfa hjálparlausir upp á þjáningar ástvina sinna, og undirstrika þörfina á að efla umræðuna um réttinn til að deyja á eigin forsendum og bjóða upp á mannúðlegri valkosti við lífslok. Dánaraðstoð snýst um að gefa þeim sem standa frammi fyrir óhjákvæmilegum lífslokum val um að stjórna eigin lífslokum. Hún felur í sér virðingu fyrir vilja þeirra og þörfum og veitir aðstandendum frið og hugarró í þeirri vitneskju að ástvinur þeirra fékk að kveðja lífið á eigin forsendum. Fyrir okkur Íslendinga væri það mikilvægt framfaraskref að lögleiða dánaraðstoð, eins og margar aðrar þjóðir hafa þegar gert. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu sem neðri deild breska þingsins lét gera um dánaraðstoð kemur fram að ekki sé rétt að fullyrða að líknarmeðferð ein og sér geti útrýmt allri þjáningu. Skýrslahöfundar benda jafnframt á að líknarmeðferð hafi batnað eftir að dánaraðstoð var lögleidd í Kanada. Þrátt fyrir góða líknarmeðferð upplifa margir enn mikinn sársauka og óbærilegar þjáningar við lífslok. Skoski þingmaðurinn Liam McArthur óskaði eftir áliti almennings á dánaraðstoð. Nær 13.000 manns svöruðu og deildu persónulegum vitnisburðum og reynslusögum. Það þarf sannarlega sterk rök til að andmæla dánaraðstoð eftir að hafa kynnt sér þessar frásagnir. Frásögn 1: Þjáningar föður míns Faðir minn, sem lést úr briskrabbameini, fékk líknarmeðferð. Það var lifandi helvíti fyrir hann, okkur fjölskylduna og vini. Þjáningar hans var hræðilegar og gjörsamlega óþarfar. Ég mun aldrei gleyma hryllingnum í augum hans og örvæntingafullum beiðnum hans um hjálp til að ljúka lífi sínu. Hann hefði farið til Dignitas, en greiningin kom of seint. Faðir minn var áhættusækinn, sjálfstæður og sterkur maður. Að setja hann í þessa stöðu var grimmilegt. Frásögn 2: Óbærilegur dauðdagi bróður míns Allt of lengi hefur fólki verið synjað um réttinn til að deyja án óþarfa þjáninga. Ég hef misst ættingja úr krabbameini, þar á meðal bróður minn sem lést fyrr á þessu ári og var með sama krabbameinið og ég er með. Þrátt fyrir bestu mögulegu líknarmeðferð voru síðustu vikur hans ekkert annað en lifandi dauði, sem hann hefði viljað forðast. Hann endaði í dái, án matar eða vökva, og það tók hann fimm langa daga til viðbótar að deyja. Hver veit hvaða martraðir og kvalir hann upplifði á þessum síðustu dögum? Frásögn 3: Reynslan af því að hjúkra veikum ástvinum Ég hjúkraði móður minni, 56 ára, og hlustað á hana grátbiðja um að fá að deyja til að binda enda á sársaukann af völdum krabbameinsins þegar lyfin hættu að virka. Einnig hjúkraði ég tengdamóður minni, 64 ára, sem öskraði af sársauka vegna krabbameinsins og legusára á stærð við barnshönd. Þjáningar þeirra, óttinn og sársaukinn sem þær upplifðu mun fylgja mér það sem eftir er ævi minnar. Frásögn 4: Að missa reisn við lífslok Fyrir þremur árum greindist móðir mín, 83 ára, með ólæknandi magakrabbamein. Þegar ráðgjafi hennar í líknandi meðferð sagði henni frá greiningunni, hrósaði hann henni fyrir þá ótrúlegu reisn sem hún sýndi við að taka þessum fréttum. Reisnin var henni afar dýrmæt, en þegar krabbameinið ágerðist og ástand hennar versnaði, missti hún hana smám saman. Móðir mín hafði lengi verið stuðningsmaður dánaraðstoðar og hefði valið hana sjálf, hefði hún haft þann kost. Andlát hennar og aðdragandinn að því var afar erfiður, bæði fyrir hana sjálfa og okkur sem fylgdum henni. Samfélagið getur sannarlega gert betur. Frásögn 5: Að horfa á móður sína deyja úr ofþornun Ég sat hjá móður minni í vikur á meðan hún dó hægt úr krabbameini. Hver dagur var markaður þjáningum og hún grátbað um að fá að fara. Við horfðum á hana deyja úr ofþornun, það tók sjö langa daga frá því hún drakk síðast. Enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að deyja á þennan hátt. Rétturinn til að deyja á eigin forsendum Ofangreindar frásagnir varpa skýru ljósi á þær óbærilegu aðstæður og þjáningar sem gjarnan fylgja lífslokum, en mætti koma í veg fyrir með dánaraðstoð. Þær draga einnig fram djúpan sársauka aðstandenda, sem horfa hjálparlausir upp á þjáningar ástvina sinna, og undirstrika þörfina á að efla umræðuna um réttinn til að deyja á eigin forsendum og bjóða upp á mannúðlegri valkosti við lífslok. Dánaraðstoð snýst um að gefa þeim sem standa frammi fyrir óhjákvæmilegum lífslokum val um að stjórna eigin lífslokum. Hún felur í sér virðingu fyrir vilja þeirra og þörfum og veitir aðstandendum frið og hugarró í þeirri vitneskju að ástvinur þeirra fékk að kveðja lífið á eigin forsendum. Fyrir okkur Íslendinga væri það mikilvægt framfaraskref að lögleiða dánaraðstoð, eins og margar aðrar þjóðir hafa þegar gert. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar