Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar 16. september 2025 09:30 Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þeir beita gamalli en áhrifaríkri aðferð: beina athygli okkar að átökum sem skipta þá engu máli til að fela það sem raunverulega skiptir máli. Að deila og drottna Sesar fullkomnaði listina að deila og drottna. Machiavelli festi aðferðafræðina í sessi. Breska heimsveldið beitti henni á heimsvísu með því að kynda undir átök á milli trúar- og þjóðernishópa til að stjórna gríðarstórum þjóðum með tiltölulega fáum hermönnum. Meginreglan var alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Í dag hafa tæknirisarnir sjálfvirknivætt sundrungina. Þar sem heimsveldi fyrri tíma þurftu að dreifa áróðri handvirkt, gera algrím samfélagsmiðla það nú hraðar, skilvirkar og sérsniðnar en nokkrum einræðisherra sögunar hefði dreymt um að væri mögulegt. Algrím hneykslunar Samfélagsmiðlar eru ekki hannaðir til að upplýsa okkur eða tengja okkur saman. Þeir eru hannaðir til að hámarka athygli. Og ekkert heldur athygli betur en hneykslan og átök. Hver smellur, deiling og reið athugasemd þjálfar vélina í að mata okkur með meira af því sama. Við erum ekki bara neytendur heldur grunlausir kennarar gervigreindarinnar í því hvernig best er að stýra hegðun okkar. Þegar milljarðamæringur eins og Elon Musk nýtir áhrif sín til að magna upp orðræðu öfgahreyfinga víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum, þá snýst það ekki um stjórnmálaskoðanir heldur um peninga og völd. Miðillinn hans, X, verðlaunar ögrandi efni með mestri dreifingu vegna þess að Musk hagnast á því að halda athygli okkar. Þetta á þó ekki bara við um X. Facebook, TikTok, YouTube og fleiri virka á sama hátt. Rannsóknir sýna að efni sem vekur sterkar tilfinningar, einkum reiði og hneykslan, fær margfalt meiri dreifingu en hlutlausar staðreyndir. Vald og áhrif Þessi fyrirtæki hafa ekki aðeins áhrif á það sem við sjáum heldur hafa þau einnig bein áhrif á pólitík og samfélag. Forstjórar stærstu tæknifyrirtækja heims hafa veitt milljónir dollara til stjórnmálamanna. Þeir sátu allir í fremstu röð við seinustu innsetningarathöfn Donald Trump. Í Bretlandi kemur eitt af hverjum tíu pundum sem renna til stjórnmálaflokka frá óþekktum aðilum.Áhyggjur fara vaxandi af því, þrátt fyrir lög gegn erlendum áhrifum, að bandarísk tæknifyrirtæki noti glufur í löggjöf til að hafa áhrif á stjórnmálin í Bretlandi og víðar í Evrópu. Mynstrið er alþjóðlegt: valdið er að færast í auknum mæli frá almenningi til fámenns hóps auðmanna með tæknina að vopni. Lýðræði eða fámennisstjórn Það sem við erum að upplifa er eins konar stafræn nýlendustefna: við framleiðum efnið sem heldur miðlunum gangandi, athygli okkar og tilfinningar eru söluvaran, og á meðan við rífumst um innflytjendamál, sjálfsmynd og menningu, safna þessir fáu milljarðamæringar að sér pólitískum völdum og nýta þau til að móta stjórnmálakerfi okkar til að viðhalda þessari hringrás. Viltu veikburða regluverk um gervigreind? Fjármagnaðu stjórnmálamenn sem snúa umræðunni að málefnum jaðarhópa. Viltu borga minni skatta? Haltu kjósendum einbeittum að menningarstríði frekar en efnahagslegum ójöfnuði. Viltu forðast aðgerðir gegn einokun? Gakktu úr skugga um að almenningur sé of upptekinn við að berjast innbyrðis til að taka eftir samþjöppun valds. Þetta snýst ekki um vinstri gegn hægri lengur. Þetta snýst um lýðræði gegn fámennisstjórn. Þetta snýst um áframhaldandi rányrkju eða endurnýjun, stjórnun eða frelsi, einangrun eða tengsl. Að þekkja leikinn Fyrsta skrefið í átt að andspyrnu er að átta sig á leiknum. Í hvert skipti sem við finnum fyrir reiði yfir færslu á samfélagsmiðlum ættum við að spyrja okkur: hver hagnast á þessari reiði? Þegar við búum til óvini úr þeim sem eru okkur ósammála ættum við að velta fyrir okkur: hverra erinda er ég að ganga? Það eru engir óvinir. Flestir telja sig vera að gera það sem er rétt og gott – mótaðir af eigin sögu, áföllum og aðstæðum. Við erum flest hetjur í eigin sögu. Verum frekar forvitin en reið. Með því að spyrja: „Hvaðan kemur þessi skoðun? Hver er saga þessarar manneskju?“, getum við öðlast skilning. Úr skilningi sprettur traust. Úr trausti samstaða. Og úr samstöðu nýr möguleiki. Ef við látum algrímin stjórna, missum við tökin á lýðræðinu. En ef við áttum okkur á því hvernig verið er að spila með okkur, getum við hafið uppbyggingu á ný. Við getum endurbyggt tengsl, virkjað samtakamátt og unnið okkur í átt að framtíð sem er ekki söluvara fárra heldur sameign allra. Valið er okkar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þeir beita gamalli en áhrifaríkri aðferð: beina athygli okkar að átökum sem skipta þá engu máli til að fela það sem raunverulega skiptir máli. Að deila og drottna Sesar fullkomnaði listina að deila og drottna. Machiavelli festi aðferðafræðina í sessi. Breska heimsveldið beitti henni á heimsvísu með því að kynda undir átök á milli trúar- og þjóðernishópa til að stjórna gríðarstórum þjóðum með tiltölulega fáum hermönnum. Meginreglan var alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Í dag hafa tæknirisarnir sjálfvirknivætt sundrungina. Þar sem heimsveldi fyrri tíma þurftu að dreifa áróðri handvirkt, gera algrím samfélagsmiðla það nú hraðar, skilvirkar og sérsniðnar en nokkrum einræðisherra sögunar hefði dreymt um að væri mögulegt. Algrím hneykslunar Samfélagsmiðlar eru ekki hannaðir til að upplýsa okkur eða tengja okkur saman. Þeir eru hannaðir til að hámarka athygli. Og ekkert heldur athygli betur en hneykslan og átök. Hver smellur, deiling og reið athugasemd þjálfar vélina í að mata okkur með meira af því sama. Við erum ekki bara neytendur heldur grunlausir kennarar gervigreindarinnar í því hvernig best er að stýra hegðun okkar. Þegar milljarðamæringur eins og Elon Musk nýtir áhrif sín til að magna upp orðræðu öfgahreyfinga víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum, þá snýst það ekki um stjórnmálaskoðanir heldur um peninga og völd. Miðillinn hans, X, verðlaunar ögrandi efni með mestri dreifingu vegna þess að Musk hagnast á því að halda athygli okkar. Þetta á þó ekki bara við um X. Facebook, TikTok, YouTube og fleiri virka á sama hátt. Rannsóknir sýna að efni sem vekur sterkar tilfinningar, einkum reiði og hneykslan, fær margfalt meiri dreifingu en hlutlausar staðreyndir. Vald og áhrif Þessi fyrirtæki hafa ekki aðeins áhrif á það sem við sjáum heldur hafa þau einnig bein áhrif á pólitík og samfélag. Forstjórar stærstu tæknifyrirtækja heims hafa veitt milljónir dollara til stjórnmálamanna. Þeir sátu allir í fremstu röð við seinustu innsetningarathöfn Donald Trump. Í Bretlandi kemur eitt af hverjum tíu pundum sem renna til stjórnmálaflokka frá óþekktum aðilum.Áhyggjur fara vaxandi af því, þrátt fyrir lög gegn erlendum áhrifum, að bandarísk tæknifyrirtæki noti glufur í löggjöf til að hafa áhrif á stjórnmálin í Bretlandi og víðar í Evrópu. Mynstrið er alþjóðlegt: valdið er að færast í auknum mæli frá almenningi til fámenns hóps auðmanna með tæknina að vopni. Lýðræði eða fámennisstjórn Það sem við erum að upplifa er eins konar stafræn nýlendustefna: við framleiðum efnið sem heldur miðlunum gangandi, athygli okkar og tilfinningar eru söluvaran, og á meðan við rífumst um innflytjendamál, sjálfsmynd og menningu, safna þessir fáu milljarðamæringar að sér pólitískum völdum og nýta þau til að móta stjórnmálakerfi okkar til að viðhalda þessari hringrás. Viltu veikburða regluverk um gervigreind? Fjármagnaðu stjórnmálamenn sem snúa umræðunni að málefnum jaðarhópa. Viltu borga minni skatta? Haltu kjósendum einbeittum að menningarstríði frekar en efnahagslegum ójöfnuði. Viltu forðast aðgerðir gegn einokun? Gakktu úr skugga um að almenningur sé of upptekinn við að berjast innbyrðis til að taka eftir samþjöppun valds. Þetta snýst ekki um vinstri gegn hægri lengur. Þetta snýst um lýðræði gegn fámennisstjórn. Þetta snýst um áframhaldandi rányrkju eða endurnýjun, stjórnun eða frelsi, einangrun eða tengsl. Að þekkja leikinn Fyrsta skrefið í átt að andspyrnu er að átta sig á leiknum. Í hvert skipti sem við finnum fyrir reiði yfir færslu á samfélagsmiðlum ættum við að spyrja okkur: hver hagnast á þessari reiði? Þegar við búum til óvini úr þeim sem eru okkur ósammála ættum við að velta fyrir okkur: hverra erinda er ég að ganga? Það eru engir óvinir. Flestir telja sig vera að gera það sem er rétt og gott – mótaðir af eigin sögu, áföllum og aðstæðum. Við erum flest hetjur í eigin sögu. Verum frekar forvitin en reið. Með því að spyrja: „Hvaðan kemur þessi skoðun? Hver er saga þessarar manneskju?“, getum við öðlast skilning. Úr skilningi sprettur traust. Úr trausti samstaða. Og úr samstöðu nýr möguleiki. Ef við látum algrímin stjórna, missum við tökin á lýðræðinu. En ef við áttum okkur á því hvernig verið er að spila með okkur, getum við hafið uppbyggingu á ný. Við getum endurbyggt tengsl, virkjað samtakamátt og unnið okkur í átt að framtíð sem er ekki söluvara fárra heldur sameign allra. Valið er okkar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar