Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2025 22:18 Freyja Birgisdóttir sviðsstjóri matssviðs MMS. Vísir/Lýður Valberg Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00