Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2025 20:05 Birta Sólveig Söring Þórisdóttir leikur Línu en hún er frá bænum Selalæk rétt við Hellu í Rangárþingi ytra. Hún stendur sig frábærlega í sínu hlutverki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið. Leikritið um Línu Langsokk nýtur alltaf mikilla vinsælda þar sem það er sett upp en hér eru við að tala um aðalpersónu í bókaflokki rithöfundarins Astrid Lindgren. Lína er rauðhærð, freknótt, mjög fjörug og alveg óútreiknanleg í þeim uppátækjum, sem hún tekur upp á. Þá er hún mjög, mjög sterk. Leikritið um Línu var frumsýnt um helgina en leikritið er að fá mjög góðar viðtökur landsmanna ef marka má miðasöluna. „Það er orðið uppselt á yfir fimmtíu sýningar og þar með erum við búin að selja yfir tuttugu og fimm þúsund miða og erum að bæta við aukasýningum alveg eins hratt og við mögulega getum til þess að tryggja að allir fái að upplifa þessa stórkostlegu gleði og hjartnæmu sýningu,” segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri. Með hlutverk Línu fer Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í fyrra og stendur hún sig frábærlega í sýningunni eins og allir aðrir leikarar. Leikstjóri sýningarinnar og danshöfundur eru í skýjunum með viðtökunum á Línu Langsokk. „Það er náttúrulega fullt af fólki á sviðinu, sem er búið að leggja sig hart fram og búið að æfa hérna í margar vikur. Það eru 25 á sviðinu og svo erum við með 18 börn, sem skipta á milli sín, þar að segja níu og níu í hverri sýningu,” segir Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar. Mikið er dansað í sýningunni og allskonar aðrar hreyfingar gerðar, sem er búið að æfa vel. „Það getur ekki bara hver sem er hoppað inn í þetta, það þarf að hafa fyrir því að ná þessu, en mjög skemmtilegt og þau standa sig mjög vel,” segir Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar. Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar (t.v.) og Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta eru ótrúlega flottir krakkar, sem eru að taka þátt í sýningunni, eruð þið ekki sammála því? „Já, þau eru náttúrulega búin að vera ótrúlega stórkostleg þessir krakkar. Þau eru á aldrinum 10 til 15 ára. Þau eru búin að leggja hart að sér að æfa sig aftur og aftur, þau eru stjörnurnar í sýningunni,” segir Agnes. Á sýningum helgarinnar stóðu áhorfendur alltaf upp og klöppuðu og klöppuðum fyrir leikurum til að sýna þakklæti sitt fyrir frábæra sýningu. Hægt er að fá mynd af sér með Línu fyrir sýningar og í hléi. Hún er reyndar á pappaspjaldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Þjóðleikhúsið Menning Leikhús Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Leikritið um Línu Langsokk nýtur alltaf mikilla vinsælda þar sem það er sett upp en hér eru við að tala um aðalpersónu í bókaflokki rithöfundarins Astrid Lindgren. Lína er rauðhærð, freknótt, mjög fjörug og alveg óútreiknanleg í þeim uppátækjum, sem hún tekur upp á. Þá er hún mjög, mjög sterk. Leikritið um Línu var frumsýnt um helgina en leikritið er að fá mjög góðar viðtökur landsmanna ef marka má miðasöluna. „Það er orðið uppselt á yfir fimmtíu sýningar og þar með erum við búin að selja yfir tuttugu og fimm þúsund miða og erum að bæta við aukasýningum alveg eins hratt og við mögulega getum til þess að tryggja að allir fái að upplifa þessa stórkostlegu gleði og hjartnæmu sýningu,” segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri. Með hlutverk Línu fer Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í fyrra og stendur hún sig frábærlega í sýningunni eins og allir aðrir leikarar. Leikstjóri sýningarinnar og danshöfundur eru í skýjunum með viðtökunum á Línu Langsokk. „Það er náttúrulega fullt af fólki á sviðinu, sem er búið að leggja sig hart fram og búið að æfa hérna í margar vikur. Það eru 25 á sviðinu og svo erum við með 18 börn, sem skipta á milli sín, þar að segja níu og níu í hverri sýningu,” segir Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar. Mikið er dansað í sýningunni og allskonar aðrar hreyfingar gerðar, sem er búið að æfa vel. „Það getur ekki bara hver sem er hoppað inn í þetta, það þarf að hafa fyrir því að ná þessu, en mjög skemmtilegt og þau standa sig mjög vel,” segir Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar. Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar (t.v.) og Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta eru ótrúlega flottir krakkar, sem eru að taka þátt í sýningunni, eruð þið ekki sammála því? „Já, þau eru náttúrulega búin að vera ótrúlega stórkostleg þessir krakkar. Þau eru á aldrinum 10 til 15 ára. Þau eru búin að leggja hart að sér að æfa sig aftur og aftur, þau eru stjörnurnar í sýningunni,” segir Agnes. Á sýningum helgarinnar stóðu áhorfendur alltaf upp og klöppuðu og klöppuðum fyrir leikurum til að sýna þakklæti sitt fyrir frábæra sýningu. Hægt er að fá mynd af sér með Línu fyrir sýningar og í hléi. Hún er reyndar á pappaspjaldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Þjóðleikhúsið Menning Leikhús Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira