Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 11:09 Masha Alekhina á sviði í Sviss árið 2022. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í maí 2023. EPA/GEORGIOS KEFALAS Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi. Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53
Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36
Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31