Innlent

Þjófur fúlsaði við mál­verkunum en tók nóg af bjór

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Pétur Gautur listmálari er með vinnustofu við Snorrabraut.
Pétur Gautur listmálari er með vinnustofu við Snorrabraut. Hafnarfjarðarbær

Brotist var inn í vinnustofu myndlistarmannsins Péturs Gauts á Snorrabraut í Reykjavík um helgina. Gítar, hátalara, nótnastatíf, hljóðnemi og fartölva var á meðal þess sem stolið var.

Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkítekt og eiginkona Péturs Gauts greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Hún segir þjófinn ekki hafa haft smekk fyrir málverkunum á veggjunum en að hann hafi hins vegar fengið sér vel af bjór sem var í ísskápnum.

Berglind hvetur fólk til að hafa augun opin fyrir góssinu á sölusíðum á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×