Atvinnulíf

„Eitt sinn var ég ekki svo lán­söm að til­heyra stóru vinkonusamfélagi“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Unnur María Pálmadóttir, eigandi Skapandi, verkefnastjóri og skapandi hugmyndasmiður, elskar að valdefla konur, efla tengslanetið þeirra og búa til nýja vinkonuhópa. Unnur telur þessa ástríðu meðal annars skýrast af því að hún flutti 16 ára og upplifði sig um tíma ekki í stóru vinkonusamfélagi.
Unnur María Pálmadóttir, eigandi Skapandi, verkefnastjóri og skapandi hugmyndasmiður, elskar að valdefla konur, efla tengslanetið þeirra og búa til nýja vinkonuhópa. Unnur telur þessa ástríðu meðal annars skýrast af því að hún flutti 16 ára og upplifði sig um tíma ekki í stóru vinkonusamfélagi. Vísir/Anton Brink

Það dettur fæstum í hug einmanaleiki eða óöryggi, vöntun á tengslaneti eða vinkonum, þegar verið er að tala við Unni Maríu Pálmadóttur. Sem svo sannarlega er „do-er“ eins og það kallast á slæmri íslensku; Veður í málin og lætur verkin tala!

Nýverið stofnaði Unnur viðburðar- og upplifunarfyrirtækið Skapandi, en því til viðbótar starfar hún sem verkefnisstjóri á auglýsingastofunni Pipar TWBA. Unnur hefur starfað í markaðsmálum um árabil, var meðal annars helmingseigandi auglýsingastofunnar Kvartz, en seldi sinn hlut í fyrra.

Á LinkdIn kynnir Unnur sig til leiks sem markaðskonu, jógakennara og útivistarkonu. Þess til viðbótar segist hún forfallin fjallageit; Henni líði best upp á fjöllum eða hálendi enda staðið fyrir ótal útivistarferðum og viðburði fyrir kvennahópa síðasta áratug; hérlendis og erlendis.

Því já; Unnur elskar að tengja saman konur, valdefla konur og mynda nýja og kröftuga vinkonuhópa.

„Við erum til dæmis nokkrar í rekstri sem erum saman í svona pepp-hóp,“ nefnir Unnur sem dæmi:

Pepp-hópurinn hittist reglulega og fer yfir verkefni og ýmis mál sem við erum að takast á við í rekstrinum okkar. 

Þarna styðjum við hvor aðra með því að miðla af okkar eigin reynslu og peppum hvor aðra upp.“

Í tæp tíu ár hefur Unnur staðið fyrir ótal kvennaferðum og viðburðum: Hér heima og erlendis. Unnur segir ótrúlegan kraft stundum leysast úr læðingi, þegar konur koma saman en sjálf reynir hún að nýta áherslurnar sínar á andlega og líkamlega heilsu í öllu viðburðarstarfi.

Flutningar 16 ára

Það er ekkert langt síðan Unnur mætti í Bítið á Bylgjunni með Annie Mist, þar sem þær sögðu frá ráðstefnunni Konur sem breyttu leiknum, en hún verður haldin þann 24. september næstkomandi.

Ráðstefnan verður haldin á hótel Edition og meðal þeirra sem munu koma fram eru Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, Annie Mist Þórisdóttir CrossFit heimsmeistari og stofnandi Emppower by Dottir þjálfunar fyrir konur á breytingaskeiðinu, Elín Elísabet Torfadóttir þróunarstýra hjá Spotify og Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, skemmtikraftur og flugfreyja. Allt konur sem ætla að miðla af sinni reynslu til annarra kvenna en nánar má lesa um dagskránna hér.

Umræðuefnið í dag er þó ekki ráðstefnan sjálf. Heldur það hvað mögulega hefur leitt til þess að Unnur hefur haft þessa brennandi þörf til að tengja saman og valdefla konur.

Nú í tæp tíu ár.

Í þeim efnum, nefnir Unnur tvennt sem hún telur að hafi haft mjög mótandi áhrif á sig.

Annars vegar að flytja á viðkvæmum aldri.

„Ég flutti suður 16 ára og missti þá sambandi við æskuslóðir og ræturnar,“ segir Unnur. Sem þá fluttist með móður sinni og tveimur yngri systrum í Hafnarfjörð.

Unnur er fædd árið 1981 og fór beint í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði.

„Þar sem ég þekkti engan.“

Á þessum tíma var enn dýrt að hringja á milli landshluta, netið ekki komið og þaðan af síður samfélagsmiðlar.

„Þannig að ég fer beint í skóla þar sem aðrir þekktust og auðvitað héldu vinkonur mínar á Akureyri áfram að vera saman. Í bænum var maður síðan líka svolítið öðruvísi; Talaði til dæmis öðruvísi því ég talaði auðvitað með þessum norðlenska hreim,“ segir Unnur og bætir við:

Ég kynntist smám saman frábærum vinahópi í Hafnarfirði en það breytti því ekki að þetta var ekki alveg þessi tenging sem ég er að tala um; Ég var því í raun hvorki tengd við vinkonur í bænum né á Akureyri.“

Annað sem Unnur segir hafa haft mótandi áhrif á sig er að hún varð móðir ung. Því börnin hennar eru tvö; 22 ára sonur og 16 ára dóttir.

„Ég var fyrsta í vinkonuhópnum mínum til að verða mamma og auðvitað mótar það mann mikið að verða mamma ung. En það var samt allt jákvætt við það; Ég og barnsfaðir minn vorum einfaldlega tilbúin í þetta hlutverk og þótt lífið hafi breyst mikið við móðurhlutverkið, hafði það aldrei nein áhrif á tækifærin mín í vinnu, námi eða öðru slíku.“

Nýverið stofnaði Unnur markaðs- og viðburðarfyrirtækið Skapandi og á mynd tv. má sjá Unni og Lindu Björg Björnsdóttur, sem einnig starfar þar. Þann 24.september næstkomandi, stendur Skapandi fyrir ráðstefnunni Konur sem breyttu leiknum, þar sem margar öflugar konur munu miðla af sinni reynslu til annarra kvenna.

Að vera konu konur

Í dag er öldin önnur. Því Unnur nefnir þennan vinkonuhópinn og hinn í samtalinu; Hópar sem sumir hverjir hafa kynnst í gegnum útivistarferðirnar hennar eða aðra viðburði.

„Ég var að skoða þetta bara núna um daginn og sá þá að það eru tæp tíu ár frá fyrstu kvennaferðinni minni. Í raun má segja að þessi bissness að tengja saman konur og valdefla þær, sé mín köllun í lífinu,“ segir Unnur og brosir.

En þótt orðanotkunin í dag séu orð eins og valdefling kvenna, tengslamyndun og fleira, er hugsjónin í raun bara falleg og einföld:

„Mig langaði bara til að mynda fallega hópa í kringum mig af konum sem gætu tengst.“

Sem ekkert síður varð kveikjan í fyrstu kvennaferðinni hennar á Fimmvörðuháls, þar sem Unnur í samstarfi við aðra, leiddi 40 konur saman í ferð.

„Því þar man ég eftir að hafa kynnst mörgum konum, sem ég vissi einfaldlega að ættu endilega að tengjast öðrum konum sem ég þekkti.“

Síðan þá, hefur Unnur skipulagt 1-2 svona ferðir á ári, en í misstórum hópum.

Stundum hefur Unnur líka tekið af skarið og búið til vinkonuhópa nánast upp úr þurru:

 Í eitt sinn stofnaði ég umræðuþráð á messenger með nokkrum af mínum vinkonum sem þekktust þó ekki mikið innbyrðis. 

Mig langaði einfaldlega til að þær myndu kynnast, enda sá ég mikla möguleika á tengingum á milli þeirra. 

Síðan þá hefur sú vinátta styrkst í djúp og falleg vináttusambönd.“

Unnur segir ekki allar konur vera konu konur. En flestar séu það sem þýði að konur búa yfir þeim eiginleika að samgleðjast alltaf með öðrum konum og upplifi velgengni þeirra sem innblástur. Að mati Unnar eru íslenskar konur almennt frekar meðvitaðar um mikilvægi þess að valdefla konur. 

Unnur telur ekki ólíklegt að konur á Íslandi séu einstaklega meðvitaðar um mikilvægi þess að valdefla hvor aðra.

„Sem er ekkert sjálfgefið því það eru ekkert allar konur konu konur….,“ segir Unnur og útskýrir:

„Flestar konur búa yfir þeim eiginleikum að samgleðjast öðrum konum og fyrir mitt leyti fæ ég mikinn innblástur frá öðrum konum. En það eru auðvitað alltaf einhverjar konur sem eru ekki að upplifa allt þetta jákvæða, finna til gremju eða afbrýðisemi í garð kvenna sem gengur vel. Eru einfaldlega ekki þessar konu konur….“

Unnur segist ekki vilja vera með einhverja dramatík enda eigi hún margar vinkonur og marga vinkonuhópa. Eitt sinn upplifði hún sig þó ekki svo lánsama og þess vegna finnst henni af hinu góða að umræðan sé líka að opnast um mikilvægi þess að efla tengslamyndun kvenna með það í huga að konur valdeflist með því að eignast nýjar vinkonur.Vísir/Anton Brink

Límið í hópunum

Unnur segir að það sé ekkert langt síðan hún áttaði sig á því, að eflaust hefði þessi reynsla hennar 16 ára af því að flytja í bæinn, haft mikið um það að segja að hún hefur eiginlega æ síðan, þrifist á því að vilja tengja konur saman í hópa.

„Ég vill samt ekki að þetta viðtal sé einhver dramatík um það að ég hafi verið einmana og svo framvegis. En mér finnst samt líka allt í lagi að tala um þá hliðina; Hvernig tengslamyndun kvenna og valdeflandi viðburðir eða ferðir fyrir konur geta hjálpað þeim að eignast vinkonur,“ segir Unnur og bætir við:

„Því eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi, sem þekktist úr æsku.“

Að mati Unnar sé af hinu góða að ræða hlutina líka frá þessari hlið.

Umræða um svona mál er sem betur fer að opnast og það er margt fólk á þessum stað. 

Þess vegna hvet ég konur til þess að búa til sitt eigið net sjálfar; 

Þótt það þurfi að sækja það og þótt það sé erfitt og krefjandi,“ 

segir Unnur og bætir við:

„En það MÁ þótt maður sé orðin fullorðinn og því hvet ég konur til að hafa samband við aðrar konur sem þeim langar til að kynnast.“

Unnur segir ráðstefnuna Konur sem breyttu leiknum þó snúast um mikið meira en að efla tengslanetið. Þar munu konur miðla af reynslu sinni, sem Unnur segir ótrúlega verðmætt því staðreyndin sé sú að þegar konur hittast á svona viðburðum, þá leysist oft heilmikill kraftur úr læðingi.

„Ég lagðist í mikla undirbúningsvinnu og hugsaði mikið um það, hvaða konur ég ætti að fá á viðburðinn. Velti fyrir mér: Hvaða konur viljum við umvefja okkur í kringum, hvaða konur lítum við upp til?“

Miklu skipti samt að hópurinn væri blandaður; Allt konur sem hafa frá miklu að segja en eru úr ólíkum áttum.

Unnur er spennt fyrir viðtökunum og sér fyrir sér að halda áfram á sömu braut; Með ferðir innanlands sem erlendis og aðra viðburði fyrir konur.

Enda fær hún góða hvatningu úr vinkonuhópunum sínum.

„Þær segja oft við mig að ég límið sem haldið hópunum saman. Sem er jákvætt, því það að tengja saman konur er einfaldlega ástríða sem nærir mig.“


Tengdar fréttir

Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“

„Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin.

Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“

„Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld.

„Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“

„Átakið er klárlega að virka því frá því að átakið hófst, hefur konum sem stunda sjóðaviðskipti hjá bankanum fjölgað um 19%. Á sama tíma hefur körlum fjölgað um 11%,“ segir Katrín Rós Gunnarsdóttir forstöðumaður reksturs og þróunar hjá Arion banka um átakið Konur fjárfestum.

Sýnileikadagur FKA: Erfiðast að rukka!

„Að rukka!“ svarar Elín Arnar hjá Birtu Media og hlær þegar hún er spurð um það, hvað henni hafi fundist erfiðast að yfirstíga á þeim tveimur árum sem fyrirtækið Birta Media hefur verið starfrækt.

Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“

„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×