Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar 14. september 2025 11:30 Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar