Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer, Valgerður Árnadóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa 11. september 2025 18:02 Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða heilbrigðra vistkerfa sem viðhalda lífkerfum jarðar. Hnignun hennar er eitt af stærstu umhverfisvandamálum samtímans og helst í hendur við loftslagsbreytingar, sjálfbæra þróun, auðlindanýtingu, efnahag, mengun og lýðheilsu. Ef mannkyn ætlar sér áframhaldandi búsetu á jörðinni er nauðsynlegt að semja frið við náttúruna og hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Á Íslandi hefur orðræðan um líffræðilega fjölbreytni oft einkennst af því að hér sé tegundafábreytni. Raunin er sú að sérstaða íslenskrar náttúru felst í jarðfræðilegum fjölbreytileika og einstökum aðstæðum sem hafa skapað mikinn innantegundabreytileika. Verðmæti íslenskrar náttúru liggur þó ekki aðeins í fjölda tegunda heldur í sérstöðu vistkerfa og aðlögunarhæfni þeirra. Verkefni okkar er að vernda þessa sérstöðu og aðstæður sem hafa mótað hana. Íslensk stjórnvöld þurfa að lögfesta BBNJ samninginn Þessa dagana er frumvarp til umsagnar um lög um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni hafsins utan lögsögu ríkja. (BBNJ-samningur) Með frumvarpinu er lagt til að innleiða lagalegar skuldbindingar samnings Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni hafsins utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningsins). Ísland undirritaði samninginn í september 2023 en ekki verður unnt að fullgilda hann nema að undangengnum lagabreytingum. Þar sem Ísland hefur ríka hagsmuni af því að taka þátt í fyrstu ráðstefnu aðildarríkja eftir gildistöku samningsins er mikilvægt að lögfesting verði að veruleika án tafar. Við viljum leggja sérstaka áherslu á að staðið verði við skuldbindingar um 30 % vernd í hafi rétt eins og á landi fyrir árið 2030. Ísland á að beita sér fyrir því að verndað verði stærra hlutfall af mikilvægum búsvæðum fiskjar og annarra sjávardýra. Hafið – undirstaða lífs og menningar Frá upphafi byggðar hefur hafið verið Íslendingum lífsbjörg, en hafið er ekki einungis auðlind sem nýtist, heldur undirstaða alls lífs á jörðinni: hafið stýrir veðurkerfum, geymir kolefni, framleiðir súrefni og hýsir ótal lífverur sem halda vistkerfum gangandi. Núna stöndum við frammi fyrir alvarlegum áskorunum þegar kemur að vistkerfum sjávar, bæði innan íslenskrar efnahagslögsögu og á úthöfum: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, mengun, ofveiði og ný ógn af fyrirhuguðum djúpsjávar-námugreftri. Þrátt fyrir þetta er ekki of seint að bregðast við. Ísland hefur þegar skuldbundið sig ásamt öðrum ríkjum til að vernda að lágmarki 30% hafs og lands fyrir árið 2030. Enn sem komið er hefur Ísland friðað einungis 0,07% efnahagslögsögunnar. Hér er því mikið verk óunnið, því kóralrif, sæfjaðragarðar, þaraskógar, þörungabreiður og neðansjávarhryggir við Ísland eru vistkerfi sem ber að vernda. Með markvissum aðgerðum hefur Ísland tækifæri til að verða leiðandi afl í hafvernd á heimsvísu. Þá er gríðarlega mikilvægt að Ísland beiti sér ekki bara fyrir því innan lögsögu Íslands heldur einnig utan. Einnig er mikilvægt að þjóðin fari í gagngerar rannsóknir á skaðsemi mismunandi veiðarfæra en einmitt í ljósi þess hve stórtæk þau eru orðin hafa þau að margra áliti valdið nú þegar gríðarlega miklu tjóni á mikilvægum búsvæðum. Nægir þar eitt að nefna kóralsvæði og önnur slík búsvæði sem laða að sér fjölmargar tegundir og eru í grunninn svæði sem eru best til þess fallin að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ábyrgð Íslands og tækifærið framundan Átta íslensk náttúru- og dýraverndarsamtök skoruðu 2. júní 2025 á stjórnvöld að fullgilda samninginn hið fyrsta og kynna skýra áætlun um verndun að minnsta kosti 30% efnahagslögsögunnar fyrir 2030. Slíkt myndi styrkja trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi og sýna að landið ætlar ekki einungis að tala fyrir vernd hafsins heldur grípa til raunverulegra aðgerða. BBNJ-samningurinn er lykiltæki til að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu hafsins utan lögsögu ríkja. Með fullgildingu hans tekur Ísland ábyrgð á alþjóðavettvangi og tryggir sér sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um vernd svæða á úthöfunum. Það eru beinir hagsmunir fyrir Ísland sem sjávarþjóð. Íslensk stjórnvöld þurfa að sýna raunverulegan metnað með því að: ●Fullgilda BBNJ-samninginn án tafar. ●Setja fram skýra áætlun um að vernda a.m.k. 30% efnahagslögsögunnar fyrir árið 2030, þar af stóran hluta með fullri vernd. ●Vinna í samstarfi við frjáls félagasamtök og vísindasamfélagið að skilvirkri vernd og samráðsvettvangi. ●Tala með skýrri rödd á alþjóðavettvangi og deila þeirri þekkingu sem Ísland hefur aflað um hafið, vistkerfi þess og sjálfbæra nýtingu. ●Taka afgerandi skref í hafvernd innan eigin lögsögu, m.a. með friðlýsingum mikilvægra vistkerfa og aðgerðum gegn svartolíu á norðurslóðum. Frumvarpið sem nú liggur fyrir er nauðsynlegt skref til að Ísland geti fullgilt BBNJ-samninginn og tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um verndun hafsins. Með því sýnir Ísland í verki að það tekur ábyrgð sína alvarlega gagnvart líffræðilegri fjölbreytni og framtíð mannkyns. Undirritaðar, Laura Sólveig Lefort Scheefer er forseti Ungra umhverfissinna Valgerður Árnadóttir er formaður Hvalavina verndar hafsins Þorgerður María Þorbjarnardóttirformaður Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Hafið Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða heilbrigðra vistkerfa sem viðhalda lífkerfum jarðar. Hnignun hennar er eitt af stærstu umhverfisvandamálum samtímans og helst í hendur við loftslagsbreytingar, sjálfbæra þróun, auðlindanýtingu, efnahag, mengun og lýðheilsu. Ef mannkyn ætlar sér áframhaldandi búsetu á jörðinni er nauðsynlegt að semja frið við náttúruna og hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Á Íslandi hefur orðræðan um líffræðilega fjölbreytni oft einkennst af því að hér sé tegundafábreytni. Raunin er sú að sérstaða íslenskrar náttúru felst í jarðfræðilegum fjölbreytileika og einstökum aðstæðum sem hafa skapað mikinn innantegundabreytileika. Verðmæti íslenskrar náttúru liggur þó ekki aðeins í fjölda tegunda heldur í sérstöðu vistkerfa og aðlögunarhæfni þeirra. Verkefni okkar er að vernda þessa sérstöðu og aðstæður sem hafa mótað hana. Íslensk stjórnvöld þurfa að lögfesta BBNJ samninginn Þessa dagana er frumvarp til umsagnar um lög um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni hafsins utan lögsögu ríkja. (BBNJ-samningur) Með frumvarpinu er lagt til að innleiða lagalegar skuldbindingar samnings Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni hafsins utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningsins). Ísland undirritaði samninginn í september 2023 en ekki verður unnt að fullgilda hann nema að undangengnum lagabreytingum. Þar sem Ísland hefur ríka hagsmuni af því að taka þátt í fyrstu ráðstefnu aðildarríkja eftir gildistöku samningsins er mikilvægt að lögfesting verði að veruleika án tafar. Við viljum leggja sérstaka áherslu á að staðið verði við skuldbindingar um 30 % vernd í hafi rétt eins og á landi fyrir árið 2030. Ísland á að beita sér fyrir því að verndað verði stærra hlutfall af mikilvægum búsvæðum fiskjar og annarra sjávardýra. Hafið – undirstaða lífs og menningar Frá upphafi byggðar hefur hafið verið Íslendingum lífsbjörg, en hafið er ekki einungis auðlind sem nýtist, heldur undirstaða alls lífs á jörðinni: hafið stýrir veðurkerfum, geymir kolefni, framleiðir súrefni og hýsir ótal lífverur sem halda vistkerfum gangandi. Núna stöndum við frammi fyrir alvarlegum áskorunum þegar kemur að vistkerfum sjávar, bæði innan íslenskrar efnahagslögsögu og á úthöfum: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, mengun, ofveiði og ný ógn af fyrirhuguðum djúpsjávar-námugreftri. Þrátt fyrir þetta er ekki of seint að bregðast við. Ísland hefur þegar skuldbundið sig ásamt öðrum ríkjum til að vernda að lágmarki 30% hafs og lands fyrir árið 2030. Enn sem komið er hefur Ísland friðað einungis 0,07% efnahagslögsögunnar. Hér er því mikið verk óunnið, því kóralrif, sæfjaðragarðar, þaraskógar, þörungabreiður og neðansjávarhryggir við Ísland eru vistkerfi sem ber að vernda. Með markvissum aðgerðum hefur Ísland tækifæri til að verða leiðandi afl í hafvernd á heimsvísu. Þá er gríðarlega mikilvægt að Ísland beiti sér ekki bara fyrir því innan lögsögu Íslands heldur einnig utan. Einnig er mikilvægt að þjóðin fari í gagngerar rannsóknir á skaðsemi mismunandi veiðarfæra en einmitt í ljósi þess hve stórtæk þau eru orðin hafa þau að margra áliti valdið nú þegar gríðarlega miklu tjóni á mikilvægum búsvæðum. Nægir þar eitt að nefna kóralsvæði og önnur slík búsvæði sem laða að sér fjölmargar tegundir og eru í grunninn svæði sem eru best til þess fallin að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ábyrgð Íslands og tækifærið framundan Átta íslensk náttúru- og dýraverndarsamtök skoruðu 2. júní 2025 á stjórnvöld að fullgilda samninginn hið fyrsta og kynna skýra áætlun um verndun að minnsta kosti 30% efnahagslögsögunnar fyrir 2030. Slíkt myndi styrkja trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi og sýna að landið ætlar ekki einungis að tala fyrir vernd hafsins heldur grípa til raunverulegra aðgerða. BBNJ-samningurinn er lykiltæki til að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu hafsins utan lögsögu ríkja. Með fullgildingu hans tekur Ísland ábyrgð á alþjóðavettvangi og tryggir sér sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um vernd svæða á úthöfunum. Það eru beinir hagsmunir fyrir Ísland sem sjávarþjóð. Íslensk stjórnvöld þurfa að sýna raunverulegan metnað með því að: ●Fullgilda BBNJ-samninginn án tafar. ●Setja fram skýra áætlun um að vernda a.m.k. 30% efnahagslögsögunnar fyrir árið 2030, þar af stóran hluta með fullri vernd. ●Vinna í samstarfi við frjáls félagasamtök og vísindasamfélagið að skilvirkri vernd og samráðsvettvangi. ●Tala með skýrri rödd á alþjóðavettvangi og deila þeirri þekkingu sem Ísland hefur aflað um hafið, vistkerfi þess og sjálfbæra nýtingu. ●Taka afgerandi skref í hafvernd innan eigin lögsögu, m.a. með friðlýsingum mikilvægra vistkerfa og aðgerðum gegn svartolíu á norðurslóðum. Frumvarpið sem nú liggur fyrir er nauðsynlegt skref til að Ísland geti fullgilt BBNJ-samninginn og tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um verndun hafsins. Með því sýnir Ísland í verki að það tekur ábyrgð sína alvarlega gagnvart líffræðilegri fjölbreytni og framtíð mannkyns. Undirritaðar, Laura Sólveig Lefort Scheefer er forseti Ungra umhverfissinna Valgerður Árnadóttir er formaður Hvalavina verndar hafsins Þorgerður María Þorbjarnardóttirformaður Landverndar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar