Innlent

3,6 stiga skjálfti í Ár­nesi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Snarpur skjálfti varð í Árnesi rétt í þessu. Fyrstu upplýsingar benda til þess að stærð hans hafi verið um það bil 3,6 stig.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands virðast upptök skjálftans hafa verið við Þjórsá, ekki langt frá Selfjalli.

Skjálftinn fannst vel í Flóahreppi, rétt fyrir utan Selfoss, og í Fljótshlíð.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×