Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 06:00 Frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði sem hefur verið yfirfullt undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann. Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann.
Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira