Innlent

Fundu fyrir jarð­skjálfta í Hvera­gerði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þónokkrir íbúar fundu fyrir skjálftanum.
Þónokkrir íbúar fundu fyrir skjálftanum.

Íbúar í Hveragerði fundu fyrir skjálfta rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Í Facebook-hópi Hvergerðina hefur birst fjöldi færslna um jarðskjálfta sem bæjarbúar fundu fyrir.

„Já, það er svona að búa í Hveragerði,“ segir einn íbúi og annar lýsir skjálftanum líkt og bíl hafi verið keyrt á hús þeirra.

Ekki liggur fyrir um hversu stóran skjálfta er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×