Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir og Védís Ólafsdóttir skrifa 9. september 2025 12:30 Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar