Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2025 13:02 Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira