Innlent

Einn fluttur á Land­spítalann frá Fjalla­baki

Jón Þór Stefánsson skrifar
Slysið mun hafa átt sér stað við Fjallabak. Myndin er úr safni.
Slysið mun hafa átt sér stað við Fjallabak. Myndin er úr safni. Vísir/Rax

Einn var fluttur með sjúkraflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir mótorhjólaslys við Fjallabak, norðan Mýrdalsjökuls.

Þyrlan um korteri yfir fimm við sjúkrahúsið.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson í samtali við fréttastofu. Hann hefur ekki upplýsingar um ástand þess sem var fluttur.

Greint var frá útkallinu fyrr í dag. Lögreglunni á Suðurlandi mun hafa borist útkall tuttugu mínútur í fjögur. Í kjölfarið var Landhelgisgæslunni gert viðvart og sendi hún þyrlu sína á vettvang.

Auk þyrlunnar voru lögregla, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir kölluð út. Bæði lögregla og sjúkraflutningamenn eru komin á staðinn þar sem þau meta áverka hins slasaða.

Garðar Már Garðarsson, yfirvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði við fréttastofu fyrr í dag að maðurinn væri talinn vera með alvarlega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×